„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2023 10:31 Brynjar Níelsson ræddi rafskútur í Íslandi í dag í gær. Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti
Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
„Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41
Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18
Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32