Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2023 22:45 Leifur Samúelsson, bóndi í Djúpadal í Gufudalssveit. Egill Aðalsteinsson Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. Bændur í Djúpadal voru heimsóttir í fréttum Stöðvar 2 en þeir eru meðal þeirra sem finna fyrir hvað mestum breytingum með vegarbótum um Gufudalssveit. Þeir eru þessa dagana að smala fé af fjalli. „Það gekk bara vel að safna því saman. En við erum svo sem að draga saman í sauðfjárræktinni, nánast að hætta. Núna er það bara ferðamaðurinn sem tekur við,“ segir Leifur Samúelsson, bóndi í Djúpadal. Horft inn Djúpafjörð frá Hallsteinsnesi. Hér mun Vestfjarðavegur liggja þar til búið verður að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Vegurinn um Hjallaháls liggur um fjallið efst fyrir miðri myndEgill Aðalsteinsson Með færslu Vestfjarðavegar hverfur Djúpidalur úr alfaraleið en þó ekki strax. „Næstu 4-5 árin væntanlega verður keyrt áfram hérna inn eftir, framhjá okkur. En það er svo sem ágætt að losna við einn fjallveg.“ Já, þegar vegurinn um Teigsskóg opnast losna Djúpadalsbændur við Hjallaháls. Leifur segir hann svo sem ekki hafa verið vandamál fyrir þau. Hann sé þó skelfilegur núna enda hafi viðhaldi hans verið lítið sinnt miðað við umferð. Hann óttast þó að snjóþyngsli í Teigsskógi verði ekki minni en á Hjallahálsi. Séð yfir Teigsskóg. Hér liggur vegurinn að mestu ofan við skóginn.Egill Aðalsteinsson „Það eru staðir í Teigsskógi, ef það gerir alvöru vetur, þá verður ansi mikill snjór víða, sýnist mér,“ segir Leifur en segir samt fínt að losna við Hjallahálsinn. „Og keyra láglendisveg, ég tala nú ekki um á slitlagi. Vera laus við drulluna og grjótið. En það er líka ágætt að hafa Hjallaháls tilbúinn ef það gerir alvöru snjó og Teigsskógur verður ófær, að nota hann sem vetrarveg,“ segir bóndinn. Veglínan frá Teigsskógi í átt að Hallsteinsnesi.Egill Aðalsteinsson Íbúar Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals eru núna einu þéttbýlisbúar landsins sem þurfa að aka á malarvegum til að tengjast þjóðvegakerfi landsins. Á sunnanverðum Vestfjörðum höfðu menn vonast til að þessari áþján malarveganna myndi ljúka á næsta ári. Biðin eftir slitlaginu verður hins vegar mun lengri. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Ástæðan er niðurskurður ríkisstjórnarinnar á framlögum til vegagerðar, sem veldur því að þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar seinkar að öllum líkindum um þrjú ár. Í stað verkloka árið 2024 stefnir núna í að þau verði árið 2027. „Við krefjum þess að þeim verði ekki seinkað. Þetta eru gríðarlega mikilvægar samgöngur hér á milli svæðanna,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Horft frá Hallsteinsnesi til vesturs í átt að Skálanesi. Vegfylling er komin út í Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson „Þessu er að seinka um nokkur ár. Þetta átti allt að vera tilbúið á svipuðum tíma. Þetta eru sjálfsagt einhver þrjú til fimm ár þangað til þetta verður tilbúið. Og ég held að sérstaklega í Vesturbyggð hljóti menn að vera óánægðir með það. Að þurfa að nota Ódrjúgshálsinn áfram,“ segir Leifur í Djúpadal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Bændur í Djúpadal voru heimsóttir í fréttum Stöðvar 2 en þeir eru meðal þeirra sem finna fyrir hvað mestum breytingum með vegarbótum um Gufudalssveit. Þeir eru þessa dagana að smala fé af fjalli. „Það gekk bara vel að safna því saman. En við erum svo sem að draga saman í sauðfjárræktinni, nánast að hætta. Núna er það bara ferðamaðurinn sem tekur við,“ segir Leifur Samúelsson, bóndi í Djúpadal. Horft inn Djúpafjörð frá Hallsteinsnesi. Hér mun Vestfjarðavegur liggja þar til búið verður að brúa Djúpafjörð og Gufufjörð. Vegurinn um Hjallaháls liggur um fjallið efst fyrir miðri myndEgill Aðalsteinsson Með færslu Vestfjarðavegar hverfur Djúpidalur úr alfaraleið en þó ekki strax. „Næstu 4-5 árin væntanlega verður keyrt áfram hérna inn eftir, framhjá okkur. En það er svo sem ágætt að losna við einn fjallveg.“ Já, þegar vegurinn um Teigsskóg opnast losna Djúpadalsbændur við Hjallaháls. Leifur segir hann svo sem ekki hafa verið vandamál fyrir þau. Hann sé þó skelfilegur núna enda hafi viðhaldi hans verið lítið sinnt miðað við umferð. Hann óttast þó að snjóþyngsli í Teigsskógi verði ekki minni en á Hjallahálsi. Séð yfir Teigsskóg. Hér liggur vegurinn að mestu ofan við skóginn.Egill Aðalsteinsson „Það eru staðir í Teigsskógi, ef það gerir alvöru vetur, þá verður ansi mikill snjór víða, sýnist mér,“ segir Leifur en segir samt fínt að losna við Hjallahálsinn. „Og keyra láglendisveg, ég tala nú ekki um á slitlagi. Vera laus við drulluna og grjótið. En það er líka ágætt að hafa Hjallaháls tilbúinn ef það gerir alvöru snjó og Teigsskógur verður ófær, að nota hann sem vetrarveg,“ segir bóndinn. Veglínan frá Teigsskógi í átt að Hallsteinsnesi.Egill Aðalsteinsson Íbúar Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals eru núna einu þéttbýlisbúar landsins sem þurfa að aka á malarvegum til að tengjast þjóðvegakerfi landsins. Á sunnanverðum Vestfjörðum höfðu menn vonast til að þessari áþján malarveganna myndi ljúka á næsta ári. Biðin eftir slitlaginu verður hins vegar mun lengri. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Ástæðan er niðurskurður ríkisstjórnarinnar á framlögum til vegagerðar, sem veldur því að þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar seinkar að öllum líkindum um þrjú ár. Í stað verkloka árið 2024 stefnir núna í að þau verði árið 2027. „Við krefjum þess að þeim verði ekki seinkað. Þetta eru gríðarlega mikilvægar samgöngur hér á milli svæðanna,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Horft frá Hallsteinsnesi til vesturs í átt að Skálanesi. Vegfylling er komin út í Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson „Þessu er að seinka um nokkur ár. Þetta átti allt að vera tilbúið á svipuðum tíma. Þetta eru sjálfsagt einhver þrjú til fimm ár þangað til þetta verður tilbúið. Og ég held að sérstaklega í Vesturbyggð hljóti menn að vera óánægðir með það. Að þurfa að nota Ódrjúgshálsinn áfram,“ segir Leifur í Djúpadal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30