Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍBV 7-2 | Stólarnir felldu ÍBV með risasigri Arnar Skúli Atlason skrifar 16. september 2023 16:30 Frá leik Tindastóls í sumar Vísir/Hulda Margrét Það var mikið undir þegar Tindastóll og ÍBV mættust í Bestu deild kvenna í dag. Tindastóll fyrir leikinn í 7 sæti með 23 stig og ÍBV í 8 sæti með 21 stig sem og Keflavík sem átti leik á sama tíma. Tindastóll byrjaði betur og eftir eina mínútu var staðan orðinn 1-0, Laufey Harpa átti þá hornspyrnu inná teig ÍBV og þar reis Murielle Tiernan hæst í teignum og stangaði boltann í netið fram hjá markverði ÍBV. ÍBV svaraði fyrir sig og gerði það strax í næstu sókn og braust Telusila Mataaho Vunipola upp vinstri kantinn og leggur hann fyrir markið og þar kom Helena Hekla á fleygiferð og setti boltann í netið og gestirnir þannig búnir að jafna. Eftir þetta tóku Tindastóll öll völd á vellinum og fyrst átti Beatriz skot af löngu færi sem endaði í slánni og yfir. Á fjórtándu mínútu dró til tíðina, Aldís María komst þá upp hægri kantinn og setti boltann fyrir og á fjærstöngina og þar kom Murielle og stýrði boltanum aftur framhjá markmanninum og kom þar að leiðandi Tindastól í forustu á nýjan leik. Tindastólsstelpur voru ekki hættar og á 22 mínútu flikkar Murielle boltanum áfram og Laufey sendir boltann innfyrir á Aldísi Maríu sem vinnur kapphlaupið við varnarmann ÍBV og var kominn ein á móti markmanni og átti ekki erfitt með að skora og auka forustu Tindastóls. Tindastóll hélt bara áfram og á 26 mínútu fengu þær hornspyrnu, Hannah Jane Cade tók hana og setti boltann inná teig ÍBV og þar vann Melissa einvígið við sinn varnarmann og skallaði boltann í slánna inn og staðan 4-1 fyrir Tindastól. Murielle fullkomnaði þrennuna á 35 mínútu leiksins þegar Aldís María komst upp hægri kantinn og setti boltann fyrir og þar kom Murielle og skallaði boltann í netið, Þrenna í fyrri hálfleik og öll mörkin hennar Murielle með skalla. Eftir þetta datt botninn úr fyrri hálfleiknum og Tindastóll leiddi 5-1 þegar liðinn fóru til búningsherbergja. ÍBV hóf seinni hálfleik en Tindastóll byrjaði betur og strax á 49 mínútu leiksins braust Murielle upp vinstri vænginn og setti boltann inn í teiginn, eftir klafs teignum þá barst boltinn á Maríu Jóhannesdóttir sem gat bara ekki annað en skorað með skoti úr teignum. Eftir þetta datt botninn úr leiknum og lítið markvert gerðist fram að 78 mínútu þegar Murielle slapp í gegn frá miðju og kláraði færið sláinn inn óverjandi fyrir Guðný í marki ÍBV og Tindastóll komnar í 7-1. ÍBV minnkaði muninn tveimur mínútum seinna og var þar að verki Kristín Erna, hún kom þá inn í sendingu varnarmanns Tindastóls og skoraði örugglega framhjá markverði Tindastóls og minnkaði muninn. Fleira markvert gerðist ekki, Tindastóll var stórsigur hérna í dag á ÍBV 7-2 og sendi þær niður um deild, því Keflavík vann Selfoss á sama tíma og hoppar því upp fyrir ÍBV í töflunni. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll var ofaná á öllum sviðum fótboltans í dag og var aldrei spurning að þær færu með sigur af hólmi í dag Hverjar stóðu upp úr? Samvinna Murielle og Aldísar var mjög góð í framlínu Tindastóls og voru að finna hvora aðra mjög vel, heilt yfir var lið Tindastóls frábært frá aftasta manni til þess fremsta. Hvað gekk illa? Varnarlína ÍBV og markmaðurinn hafa átt betri dag sem og sóknarmennirnir, lykilmaður eins og Olga var týnd í dag og munar um minna þegar svona mikilvægur leikur er í gangi. Hvað gerist næst? Tindastóll spilar í Bestu deildinni að ári en ÍBV þarf að spila í fyrstu deild þær enda í 9 sæti og þurfa að bíta í það súra epli að fara niður um deild. Þetta var stórkostlegur leikur frá A til Ö Donni var sáttur.Vísir/Hulda Margrét Sigur í dag ertu ekki ánægður með það? „Jú ég er himinn lifandi og með þennan leik. Þetta var stórkostlegur leikur frá A til Ö og virkilega glaður og stoltur af stelpunum“ „Besta deild að ári og höldum áfram að þróa þetta lið sem við erum með, ungarstelpur sem eru að fá tækifæri og vonandi getum við komið þeim meira inn í þetta við erum að byggja upp lið til framtíðarvonandi í úrvaldsdeild, þetta er stórt skref í því og vonandi höldum við vel á spilunum og byggjum upp það sem við höfum verið að gera“ Hverju breyttir þú í þessari viku ? „Þessi vika fór í að hafa gaman og létt andrúmsloft og skemmtum okkur vel og nutum þess að vera saman og það var aðal atriðið, að safna góðri orku og hafa góða orku í þetta mikilvæga verkefni og ég held að það hafi sýnt sig að aþð gekk virkilega vel og stelpurnar voru algjörlega stórkostlegar og þetta var stórkostlegur leikur hjá þeim“ Svona er þetta í fótbolta og lífinu Todor Hristov á hliðarlínunni í dag.Vísir/Hulda Margrét Tap hérna í dag hvað tekur þú út úr þessu? „Þetta er bara þungt tap og mjög vont en svona er þetta í fótbolta og lífinu.“ „Ég upplifi þetta þannig af þetta er skortur á einbeitingu í mjög mikilvægum atriðum í byrjun leiksins ef ég man þetta rétt. Öll föst leikatriði í byrjun, fengum tvö þrjú mörk úr hornum á okkur. Í svona leik er það mjög þungt, fannst við skrítið að við vorum fljót að jafna og eftir það kom bara ekkert.“ Besta deild kvenna Tindastóll ÍBV
Það var mikið undir þegar Tindastóll og ÍBV mættust í Bestu deild kvenna í dag. Tindastóll fyrir leikinn í 7 sæti með 23 stig og ÍBV í 8 sæti með 21 stig sem og Keflavík sem átti leik á sama tíma. Tindastóll byrjaði betur og eftir eina mínútu var staðan orðinn 1-0, Laufey Harpa átti þá hornspyrnu inná teig ÍBV og þar reis Murielle Tiernan hæst í teignum og stangaði boltann í netið fram hjá markverði ÍBV. ÍBV svaraði fyrir sig og gerði það strax í næstu sókn og braust Telusila Mataaho Vunipola upp vinstri kantinn og leggur hann fyrir markið og þar kom Helena Hekla á fleygiferð og setti boltann í netið og gestirnir þannig búnir að jafna. Eftir þetta tóku Tindastóll öll völd á vellinum og fyrst átti Beatriz skot af löngu færi sem endaði í slánni og yfir. Á fjórtándu mínútu dró til tíðina, Aldís María komst þá upp hægri kantinn og setti boltann fyrir og á fjærstöngina og þar kom Murielle og stýrði boltanum aftur framhjá markmanninum og kom þar að leiðandi Tindastól í forustu á nýjan leik. Tindastólsstelpur voru ekki hættar og á 22 mínútu flikkar Murielle boltanum áfram og Laufey sendir boltann innfyrir á Aldísi Maríu sem vinnur kapphlaupið við varnarmann ÍBV og var kominn ein á móti markmanni og átti ekki erfitt með að skora og auka forustu Tindastóls. Tindastóll hélt bara áfram og á 26 mínútu fengu þær hornspyrnu, Hannah Jane Cade tók hana og setti boltann inná teig ÍBV og þar vann Melissa einvígið við sinn varnarmann og skallaði boltann í slánna inn og staðan 4-1 fyrir Tindastól. Murielle fullkomnaði þrennuna á 35 mínútu leiksins þegar Aldís María komst upp hægri kantinn og setti boltann fyrir og þar kom Murielle og skallaði boltann í netið, Þrenna í fyrri hálfleik og öll mörkin hennar Murielle með skalla. Eftir þetta datt botninn úr fyrri hálfleiknum og Tindastóll leiddi 5-1 þegar liðinn fóru til búningsherbergja. ÍBV hóf seinni hálfleik en Tindastóll byrjaði betur og strax á 49 mínútu leiksins braust Murielle upp vinstri vænginn og setti boltann inn í teiginn, eftir klafs teignum þá barst boltinn á Maríu Jóhannesdóttir sem gat bara ekki annað en skorað með skoti úr teignum. Eftir þetta datt botninn úr leiknum og lítið markvert gerðist fram að 78 mínútu þegar Murielle slapp í gegn frá miðju og kláraði færið sláinn inn óverjandi fyrir Guðný í marki ÍBV og Tindastóll komnar í 7-1. ÍBV minnkaði muninn tveimur mínútum seinna og var þar að verki Kristín Erna, hún kom þá inn í sendingu varnarmanns Tindastóls og skoraði örugglega framhjá markverði Tindastóls og minnkaði muninn. Fleira markvert gerðist ekki, Tindastóll var stórsigur hérna í dag á ÍBV 7-2 og sendi þær niður um deild, því Keflavík vann Selfoss á sama tíma og hoppar því upp fyrir ÍBV í töflunni. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll var ofaná á öllum sviðum fótboltans í dag og var aldrei spurning að þær færu með sigur af hólmi í dag Hverjar stóðu upp úr? Samvinna Murielle og Aldísar var mjög góð í framlínu Tindastóls og voru að finna hvora aðra mjög vel, heilt yfir var lið Tindastóls frábært frá aftasta manni til þess fremsta. Hvað gekk illa? Varnarlína ÍBV og markmaðurinn hafa átt betri dag sem og sóknarmennirnir, lykilmaður eins og Olga var týnd í dag og munar um minna þegar svona mikilvægur leikur er í gangi. Hvað gerist næst? Tindastóll spilar í Bestu deildinni að ári en ÍBV þarf að spila í fyrstu deild þær enda í 9 sæti og þurfa að bíta í það súra epli að fara niður um deild. Þetta var stórkostlegur leikur frá A til Ö Donni var sáttur.Vísir/Hulda Margrét Sigur í dag ertu ekki ánægður með það? „Jú ég er himinn lifandi og með þennan leik. Þetta var stórkostlegur leikur frá A til Ö og virkilega glaður og stoltur af stelpunum“ „Besta deild að ári og höldum áfram að þróa þetta lið sem við erum með, ungarstelpur sem eru að fá tækifæri og vonandi getum við komið þeim meira inn í þetta við erum að byggja upp lið til framtíðarvonandi í úrvaldsdeild, þetta er stórt skref í því og vonandi höldum við vel á spilunum og byggjum upp það sem við höfum verið að gera“ Hverju breyttir þú í þessari viku ? „Þessi vika fór í að hafa gaman og létt andrúmsloft og skemmtum okkur vel og nutum þess að vera saman og það var aðal atriðið, að safna góðri orku og hafa góða orku í þetta mikilvæga verkefni og ég held að það hafi sýnt sig að aþð gekk virkilega vel og stelpurnar voru algjörlega stórkostlegar og þetta var stórkostlegur leikur hjá þeim“ Svona er þetta í fótbolta og lífinu Todor Hristov á hliðarlínunni í dag.Vísir/Hulda Margrét Tap hérna í dag hvað tekur þú út úr þessu? „Þetta er bara þungt tap og mjög vont en svona er þetta í fótbolta og lífinu.“ „Ég upplifi þetta þannig af þetta er skortur á einbeitingu í mjög mikilvægum atriðum í byrjun leiksins ef ég man þetta rétt. Öll föst leikatriði í byrjun, fengum tvö þrjú mörk úr hornum á okkur. Í svona leik er það mjög þungt, fannst við skrítið að við vorum fljót að jafna og eftir það kom bara ekkert.“