Fékk sér fyrsta húðflúrið á tíræðisaldri: „Þetta er krydd í lífið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 20:01 Guðrún er alsæl með nýja húðflúrið og segir alls ekki útilokað að þau verði fleiri í framtíðinni. Pétur Örn Guðmundsson 95 ára gömul kona sem fékk sér sitt fyrsta húðflúr á dögunum hvetur fólk til að njóta lífsins, hlusta á tónlist og já, fá sér tattú! Hún útilokar ekki að húðflúrin verði fleiri í framtíðinni. Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Það þykir nú almennt ekki fréttnæmt að fólk fái sér húðflúr nú til dags. Nema kannski ef um er að ræða 95 ára gamla konu eins og hana Guðrúnu S. Clausen, sem fékk sér einmitt sitt fyrsta húðflúr á dögunum. Myndin sem nú prýðir handlegg hinnar brátt 96 ára gömlu Guðrúnar er fagurfjólublá stjúpa. Hugmyndin kviknaði þegar dóttir Guðrúnar, Olga, fékk skyndilegan áhuga á húðflúrum sem smitaðist yfir á móður hennar. „Mér datt í hug að það gæti verið gaman að fá svona eitt blóm á handlegginn, og þannig hófst þetta. Þetta er byrjunin og svo sjáum við til hvert framhaldið verður, segir Guðrún sem segir vel koma til greina að fá sér fleiri húðflúr. Með góða húð þar sem hún borðar mikinn fisk Húðflúrstofan Black Kross Tatto í Hamraborg varð fyrir valinu og segist Guðrún hafa fengið frábæra þjónustu. Hún var sérstaklega ánægð með listamanninn sem byrjaði á því að hrósa húðinni hennar í hástert. „Hann sagðist ekki hafa séð svona húð á svona fullorðinni konu. Það náttúrulega gladdi mig mjög, ég er afskaplega ánægð, en sé eftir að hafa ekki sagt honum að þetta sé afþví að ég borða svo mikinn fisk. Ég geri það bara næst.“ En var þetta ekki svakalega vont? „Neineinei, ég fann ekkert fyrir þessu. Þetta var bara eins og að sitja hér og tala við ykkur. Bara smá pikk en enginn sársauki.“ Guðrún ásamt Olgu dóttur sinni. Olga, sem er komin yfir sjötugt, byrjaði sjálf fyrir skömmu að skreyta handlegg sinn með húðflúrum og kveikti áhuga móður sinnar á að gera slíkt hið sama.Vísir/Arnar Halldórsson Guðrún er ekkert hrædd um að sjá eftir húðflúrinu og hvetur fólk á sínum aldri til að fá sér eitt slíkt, já eða fleiri. „Alveg endilega. Þetta er krydd í lífið, það er bara svoleiðis.“ Endilega bara reyna hlusta sem mest á músík og fá sér tattú. Það er svo sameiginlega skemmtilegt. Guðrún er afar lukkuleg með fjólubláu stjúpuna sína á handleggnum, enda um einstaklega vel heppnað húðflúr að ræða. Þar spilar líklega góð húð Guðrúnar stóran þátt.Vísir/Arnar Halldórsson
Eldri borgarar Húðflúr Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira