Gamla góða slökkvitækið dugar ekki á lithium rafhlöður Securitas 22. september 2023 14:46 Eldar sem kvikna út frá lithium rafhlöðum geta kviknað snögglega og breiðst hratt út. Því skipta rétt viðbrögð öllu máli. Brunavarnir eru málefni sem eiga alltaf að vera til umræðu en með stóraukinni notkun lithium hleðslurafhlaða er nauðsynlegt að geta brugðist skjótt við ef það kviknar í þeim. Eldar sem kvikna út frá lithium rafhlöðum geta kviknað snögglega og breiðst hratt út. Rétt viðbrögð skipta því öllu máli og þar koma vönduðu sex lítra vatnsslökkvitækin frá Securitas að góðum notum en þau eru sérstaklega ætluð til að slökkva lithium elda segir Helga Guðrún Lárusdóttir, deildastjóri vörustýringar hjá Securitas. Helga Guðrún Lárusdóttir er deildastjóri vörustýringar hjá Securitas. „Notkun tækja sem ganga fyrir lithium hleðslurafhlöðum hefur aukist mikið undanfarin áratug hér á landi eins og víðast hvar í heiminum. Vert er að taka fram að vatni má alls ekki ausa yfir lithium elda þar sem frekari eldur myndast við það en slökkvitækið inniheldur vatn með Imprex C slökkviefni sem er sérstaklega gert til að slökkva eld í brennandi lithium hleðslurafhlöðum allt upp í 642 Wh að stærð. Efnið er 100% flúorfrítt og því umhverfisvænni kostur.“ Helga segir slökkvitækið vera í A flokki en sá flokkur er fyrir slökkvitæki sem eru ætluð til að slökkva í föstum efnum. „Það er því tilvalið að bæta þessu tæki við á heimilið, í sumarhúsið eða fyrirtækið og staðsetja það nálægt þeim stöðum þar sem reglulega er verið að hlaða búnað með lithium hleðslurafhlöðum.ˮ Í því sambandi er rétt að minna á að hleðslustaður á helst ekki að vera inni í íbúð. Ef hleðslustaður er innandyra skiptir miklu máli að vera með reykskynjara uppsettan og að hafa rétt slökkvitæki í öllum rýmum þar sem verið er að hlaða tæki. Sex lítra vatnsslökkvitækin frá Securitas eru sérstaklega ætluð til að slökkva lithium elda. Sem dæmi um tæki sem helst eru í hættu nefnir hún rafhlaupahjól, rafreiðhjól, hleðsluverkfæri, rafgolfkerrur, farsímar og fartölvur. Staðsetning slökkvitækisins þarf líka að vera þannig að hægt sé að komast að því án þess að setja sjálfan sig í hættu vegna elds frá tæki. Nánari upplýsingar á vef Securitas. Hús og heimili Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
Eldar sem kvikna út frá lithium rafhlöðum geta kviknað snögglega og breiðst hratt út. Rétt viðbrögð skipta því öllu máli og þar koma vönduðu sex lítra vatnsslökkvitækin frá Securitas að góðum notum en þau eru sérstaklega ætluð til að slökkva lithium elda segir Helga Guðrún Lárusdóttir, deildastjóri vörustýringar hjá Securitas. Helga Guðrún Lárusdóttir er deildastjóri vörustýringar hjá Securitas. „Notkun tækja sem ganga fyrir lithium hleðslurafhlöðum hefur aukist mikið undanfarin áratug hér á landi eins og víðast hvar í heiminum. Vert er að taka fram að vatni má alls ekki ausa yfir lithium elda þar sem frekari eldur myndast við það en slökkvitækið inniheldur vatn með Imprex C slökkviefni sem er sérstaklega gert til að slökkva eld í brennandi lithium hleðslurafhlöðum allt upp í 642 Wh að stærð. Efnið er 100% flúorfrítt og því umhverfisvænni kostur.“ Helga segir slökkvitækið vera í A flokki en sá flokkur er fyrir slökkvitæki sem eru ætluð til að slökkva í föstum efnum. „Það er því tilvalið að bæta þessu tæki við á heimilið, í sumarhúsið eða fyrirtækið og staðsetja það nálægt þeim stöðum þar sem reglulega er verið að hlaða búnað með lithium hleðslurafhlöðum.ˮ Í því sambandi er rétt að minna á að hleðslustaður á helst ekki að vera inni í íbúð. Ef hleðslustaður er innandyra skiptir miklu máli að vera með reykskynjara uppsettan og að hafa rétt slökkvitæki í öllum rýmum þar sem verið er að hlaða tæki. Sex lítra vatnsslökkvitækin frá Securitas eru sérstaklega ætluð til að slökkva lithium elda. Sem dæmi um tæki sem helst eru í hættu nefnir hún rafhlaupahjól, rafreiðhjól, hleðsluverkfæri, rafgolfkerrur, farsímar og fartölvur. Staðsetning slökkvitækisins þarf líka að vera þannig að hægt sé að komast að því án þess að setja sjálfan sig í hættu vegna elds frá tæki. Nánari upplýsingar á vef Securitas.
Hús og heimili Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira