Leið vítiskvalir með áldós fasta í gogginum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. september 2023 11:10 Grágæsin,vel stálpaður og fleygur ungi, hefur liðið miklar þjáningar í þá tvo sólarhringa sem hún var með áldós pikkfasta í gogginum. Náttúrustofa Austurlands Aflífa þurfti unga grágæs sem fannst illa á sig komin við andapollinn á Reyðarfirði í síðustu viku. Gæsin hafði verið með áldós fasta í gogginum í tvo sólarhringa og liðið vítiskvalir. Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á. Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á.
Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira