Segir blendnar tilfinningar fylgja lokun Bragabúðar á Vopnafirði Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 13:25 Vopnafjörður Vísir/Vilhelm Versluninni Bragabúð á Vopnafirði var endanlega skellt í lás í gær eftir að hafa veitt Vopnfirðingum þjónustu um rúmlega þrjátíu ára skeið. Eigandi verslunarinnar segir blendnar tilfinningar fylgja lokuninni. Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur. Vopnafjörður Verslun Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur.
Vopnafjörður Verslun Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira