Lögmaður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 17:45 Vilhjálmur Ósk Vilhjálms segir Evu Hauksdóttir lögmann hafa farið með rangt mál í Sprengisandi um helgina. Vísir Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur. Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur.
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira