Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2023 09:22 Tungufljót í Biskupstungum er ein af þessum uppsveitarám sem getur komið veiðimönnum verulega á óvart í haustveiðinni. Þær eru nokkrar árnar í uppsveitum suðurlands sem eiga oft góða endaspretti með stórlöxum og má þar nefna sem dæmi Stóru Laxá, Fossá, Kálfá og Sogið en Tungufljót er klárlega í þessum hóp. Þeir sem hafa verið þar við veiðar í haust hafa sett í marga væna laxa og tíðrætt hefur verið milli þeirra sem hafa verið þarna við veiðar að í Faxa liggji rígvænn hængur sem hefur sloppið af í það minnsta eitt skipti hjá veiðimanni eftir tæpa klukkustundar baráttu. 102 sm hængur sem veiddist í Tungufljóti í Biskupstungum í gærMynd: Arni Bald FB Við teljum nokkuð ljóst að þessi hængur sé loksins búinn að lúta í lægra hald gagnvart veiðimanni en í gær var 102 sm hæng landað í Faxa og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og fallegur hausthængur. Eins og það þurfi að toppa þetta þá setti sama veiðigengi í 102 sm hrygnu. Veiði fer senn að ljúka í Tungufljóti en ef það eru lausir dagar er þetta klárlega eitthvað til að skoða því það eru fleiri vænir laxar sem hafa verið að sýna sig í ánni síðustu daga. Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Þær eru nokkrar árnar í uppsveitum suðurlands sem eiga oft góða endaspretti með stórlöxum og má þar nefna sem dæmi Stóru Laxá, Fossá, Kálfá og Sogið en Tungufljót er klárlega í þessum hóp. Þeir sem hafa verið þar við veiðar í haust hafa sett í marga væna laxa og tíðrætt hefur verið milli þeirra sem hafa verið þarna við veiðar að í Faxa liggji rígvænn hængur sem hefur sloppið af í það minnsta eitt skipti hjá veiðimanni eftir tæpa klukkustundar baráttu. 102 sm hængur sem veiddist í Tungufljóti í Biskupstungum í gærMynd: Arni Bald FB Við teljum nokkuð ljóst að þessi hængur sé loksins búinn að lúta í lægra hald gagnvart veiðimanni en í gær var 102 sm hæng landað í Faxa og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og fallegur hausthængur. Eins og það þurfi að toppa þetta þá setti sama veiðigengi í 102 sm hrygnu. Veiði fer senn að ljúka í Tungufljóti en ef það eru lausir dagar er þetta klárlega eitthvað til að skoða því það eru fleiri vænir laxar sem hafa verið að sýna sig í ánni síðustu daga.
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði