Mótvægisaðgerðir megi ekki gleymast þó aðlögun sé hafin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 21:31 Finnur Ricart segir nauðsynlegt að grípa til frekari og drastískari mótvægisaðgerða. Vísir/Arnar Formaður ungra umhverfissinna fagnar því að stjórnvöld séu farin að huga að hvernig aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Mótvægisaðgerðir megi þó ekki gleymast og enn eigi eftir að tryggja fjármagn í aðlögunaraðgerðir sem kynntar voru í gær. Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skýrslan loftslagsþolið Ísland var kynnt í gær og er hún afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði. Hópnum var falið að meta hvaða skref þurfi að taka til að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Skýrslan er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Þar kemur fram að öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta sé meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Forseti Ungra umhverfissinna segir þetta góða byrjun en stjórnvöld ekki mega gleyma mótvægisaðgerðum. „Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að neyðarástand ríkir í loftslagsmálum á heimsvísu. Til að bregðast við þessu neyðarástandi þá þurfum við að grípa til mun harðari mótvægisaðgerða sem forvarnir til að takmarka þörfina fyrir aðlögun,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna. Næst þurfi að grípa til aðgerða sem bæði draga úr losun og hjálpa okkur að aðlagast þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar. Þá þurfi að tryggja að stjórnsýslan geti tekist á við þetta verkefni, sem Finnur segir hana ekki vera í dag. „Við þurfum að tryggja nægt fjármagn í þennan málaflokk. Ef við lítum á fjárlagafrumvarpið núna þá er alls ekki sett nægt fjármagn í loftslagsmálaflokkinn í því,“ segir Finnur. Ísland sé að gera ýmislegt í þessum málaflokki og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun en hún sé alls ekki nógu róttæk. Grípa þurfi til hraðari og meiri aðgerða. „Hvort ég sé vongóður að stjórnvöld forgangsraði á þennan hátt, að þau grípi til hraðari og róttækari strax er ég ekkert rosalega vongóður um það.“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50 Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15 Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. 27. september 2023 10:50
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. 26. september 2023 21:15
Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18. september 2023 11:30