Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 10:47 Einhver hefur laumast inn í gamlan bíl sem stóð fyrir utan heimili Valbjörns á Eskifirði, og gert þar þarfir sínar í regnhlíf. Valbjörn Júlíus Þorláksson Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09