„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Þorvaldur Þórðarson er einn helsti eldfjallafræðingur landsins. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23