Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 2-1 | KA-menn tryggðu sér sigur í neðri hlutanum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 28. september 2023 20:33 KA vann góðan sigur á ÍBV í dag. Hulda Margrét/Vísir KA vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti ÍBV í neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum tryggðu KA-menn sér efsta sæti neðri hlutans, en Eyjamenn eru hins vegar áfram í fallsæti. Leikurinn var hluti af þriðju umferð, neðri hluta Bestu deildarinnar. KA var fyrir leik í fínum málum með 35 stig í efsta sæti þessa neðri hluta og gat með sigri tryggt sér svokallaðan forsetabikar. ÍBV þurfti hins vegar nauðsynlega á sigri að halda en þeir voru í næst neðsta sæti með 21 stig, jafn mörg stig og Fram sem var ofar á markatölu. Leikurinn fór fínt af stað, liðin spræk en hvorugt liðið náði að skapa sér færi framan af. Fyrsta færi leiksins kom í raun ekki fyrr en á 18. mínútu og viti menn úr því færi kom mark. Frábær undirbúningur frá Ingimar Torbjörnsson Stöle sem kom boltanum fyrir markið þar sem Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson var vel staðsettur og setti boltann í netið af stuttu færi. 1-0 fyrir heimamenn. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir jöfnunarmarkinu en það kom aðeins tveimur mínútum síðar. ÍBV fékk aukaspyrnu á góðum stað fyrir utan vítateig heimamanna. Jón Ingason mundaði skotfótinn og skoraði glæsilegt mark með skoti í fjærhornið. Fátt markvert gerðist það sem eftir var hálfleiksins þrátt fyrir að bæði lið hafi átt sínar tilraunir. Seinni hálfleikurinn var aðeins sjö mínútna gamall þegar markaskorari ÍBV, Jón Ingason braut á Sveini Margeir Hauksyni innan teigs og víti dæmt. Hallgrímur Mar Steingrímsson sem hefur verið sjóðheitur fyrir framan markið í síðustu leikjum fór á punktinn og skoraði af öryggi og heimamenn aftur komnir í forystu, 2-1. Eftir seinna mark KA manna jókst þungi þeirra í sóknarleiknum og fengu þeir nokkur færi til að bæta við sem þeir nýtu ekki. Taflið átti hins vegar eftir að snúast við því kraftur ÍBV jókst eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og síðustu tuttugu mínútur leiksins voru meira og minna eign gestanna sem reyndu hvað þeir gátu að finna jöfnunarmarkið. Guðjón Ernir Hrafnkelsson fékk besta færi gestanna til að jafna leikinn þegar rétt um tíu mínútur voru eftir. Elvis Okello Bwomono átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn KA manna og það eina sem Guðjón Ernir átti eftir að gera var að setja boltann í netið en honum brást bogalistinn og boltinn vel yfir markið. Umdeilt atvik varð á lokamínútunum, Hrannar Björn Steingrímsson gerðist þá sekur um dapra sendingu niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. Eftir það fjaraði leikurinn út og þriðji sigur KA í röð í úrslitakeppninni staðreynd og það er staðfest að þeir enda í sjöunda sæti deildarinna. Afhverju vann KA? Einfalda svarið er að KA klárar þessi tvö færi vel, í báðum mörkunum gerast varnarmenn ÍBV sig seka um mistök. Liðin skiptust á að vera leiðandi í leiknum, KA átti sína kafla og sömuleiðis gestirnir. ÍBV fékk færi sem þeir nýttu ekki og það er dýrt í þeirri baráttu sem þeir eru. Hverjar stóðu upp úr? Ingimar Torbjörnsson Stöle í vinstri bakverðinum var mjög góður allan leikinn, frábær undirbúningur í fyrra marki KA. Jóan Símun Edmundsson átti þá fínan leik og skoraði gott mark. Þá stóð Hallgrímur Mar fyrir sínu og skoraði sitt fjórða mark í síðustu þremur leikjum. Elvis Okello Bwomono var sterkur í liði gestanna og þá verður að minnast á kraftinn sem fylgdi varamönnum ÍBV inn á völlinn, gáfu liðinu mikinn kraft fyrir síðustu 20 mínúturnar. Hvað gekk illa? ÍBV hefði þurft að vanda sig betur á síðasta þriðjung vallarins í lokin þegar þungi leiksins fór fram þar en náðu ekki að nýta það. Þá verður að minnast á hversu vont er að missa þrjá góða leikmenn af vellinum en Alex Freyr, Eiður og Sverrir þurftu allir að fara meiddir af velli. Hvað gerist næst? KA mætir Fram á útivelli 1. október næstkomandi, sama dag mun ÍBV heimsækja HK. Báðir leikir fara fram kl. 17:00. Hallgrímur Mar Steingrímsson: „Hlakka til að sjá Hjörvar Hafliða hér 7. okt að afhenta okkur þennan bikar“ Hallgrímur Mar skoraði seinna mark KA í dag.Vísir/Hulda Margrét „Það er bara gaman að vinna, við erum að skriði þannig að það er ljómandi gott,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson einn af markaskorurum KA eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum spilað þessa úrslitakeppni. Við hefðum geta mætt eins og aumingjar með hausinn niðri eftir bikarúrslitin en við erum að spila vel og erum að sýna hver öðrum virðingu með að leggja okkur fram í leikjunum og vinna þá. Auðveldast í heimi hefði verið að hengja haus því við vorum ekki að spila upp á neitt þannig séð en ég er bara gríðarlega stoltur af liðinu að við séum að spila eins og við erum að spila.“ Hallgrímur hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. „Ég ákvað að fara í gang núna sem er vitlaust af mér. Ég hefði viljað byrja að skora fyrr í sumar en svona er þetta stundum. Þetta fellur stundum fyrir mann, maður er heitur núna en en ég hefði viljað að það hefði verið fyrr í sumar. Eftir að Hallgrímur Mar skoraði úr vítaspyrnunni, fagnaði hann ekki beint heldur starði á Guy Smit í marki ÍBV. „Hann var eitthvað að rífa kjaft við mig fyrir vítið, hann er alltaf að segja eitthvað við mig í hverjum leik einhver svona banter þannig ég ákvað bara að svara og hann brosti bara til mín. Þetta var ekkert alvarlegt.“ Sigurinn fannst Hallgrími þó aldrei vera í hættu. „Þeir fengu einhver svona hálffæri en mér fannst við alltaf vera með leikinn þótt við höfum ekki verið að skapa okkur eitthvað mikið. Það var kannski komin einhver þreyta í mannskapinn í lokin en mér fannst þetta aldrei í hættu þótt þetta hafi verið 2-1.“ Umdeilt atvik varð á lokamínútunum þegar Steinþór Már Auðunsson í marki KA og Sverrir Páll Hjalsted fóru í 50-50 bolta, þeir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða. „Nei mér fannst það ekki vera víti, ég held að þeir sem voru nær þessu hafi viðurkennt að þetta var ekki víti. Þetta var bara 50-50 bolti sem að Stubbur er á undan í.“ Það er staðfest að KA endar í 7. sætinu þetta árið og á þá forsetabikarinn vísan. „Það er bara flott. Ég hlakka til að sjá Hjörvar Hafliðason hér 7. október að afhenta okkur þennan bikar.“ Besta deild karla KA ÍBV
KA vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti ÍBV í neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum tryggðu KA-menn sér efsta sæti neðri hlutans, en Eyjamenn eru hins vegar áfram í fallsæti. Leikurinn var hluti af þriðju umferð, neðri hluta Bestu deildarinnar. KA var fyrir leik í fínum málum með 35 stig í efsta sæti þessa neðri hluta og gat með sigri tryggt sér svokallaðan forsetabikar. ÍBV þurfti hins vegar nauðsynlega á sigri að halda en þeir voru í næst neðsta sæti með 21 stig, jafn mörg stig og Fram sem var ofar á markatölu. Leikurinn fór fínt af stað, liðin spræk en hvorugt liðið náði að skapa sér færi framan af. Fyrsta færi leiksins kom í raun ekki fyrr en á 18. mínútu og viti menn úr því færi kom mark. Frábær undirbúningur frá Ingimar Torbjörnsson Stöle sem kom boltanum fyrir markið þar sem Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson var vel staðsettur og setti boltann í netið af stuttu færi. 1-0 fyrir heimamenn. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir jöfnunarmarkinu en það kom aðeins tveimur mínútum síðar. ÍBV fékk aukaspyrnu á góðum stað fyrir utan vítateig heimamanna. Jón Ingason mundaði skotfótinn og skoraði glæsilegt mark með skoti í fjærhornið. Fátt markvert gerðist það sem eftir var hálfleiksins þrátt fyrir að bæði lið hafi átt sínar tilraunir. Seinni hálfleikurinn var aðeins sjö mínútna gamall þegar markaskorari ÍBV, Jón Ingason braut á Sveini Margeir Hauksyni innan teigs og víti dæmt. Hallgrímur Mar Steingrímsson sem hefur verið sjóðheitur fyrir framan markið í síðustu leikjum fór á punktinn og skoraði af öryggi og heimamenn aftur komnir í forystu, 2-1. Eftir seinna mark KA manna jókst þungi þeirra í sóknarleiknum og fengu þeir nokkur færi til að bæta við sem þeir nýtu ekki. Taflið átti hins vegar eftir að snúast við því kraftur ÍBV jókst eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og síðustu tuttugu mínútur leiksins voru meira og minna eign gestanna sem reyndu hvað þeir gátu að finna jöfnunarmarkið. Guðjón Ernir Hrafnkelsson fékk besta færi gestanna til að jafna leikinn þegar rétt um tíu mínútur voru eftir. Elvis Okello Bwomono átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn KA manna og það eina sem Guðjón Ernir átti eftir að gera var að setja boltann í netið en honum brást bogalistinn og boltinn vel yfir markið. Umdeilt atvik varð á lokamínútunum, Hrannar Björn Steingrímsson gerðist þá sekur um dapra sendingu niður á Steinþór Már Auðunsson í marki KA, Sverrir Páll Hjalsted hljóp á eftir boltanum en þeir tveir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða sem ÍBV fékk þá ekki. Eftir það fjaraði leikurinn út og þriðji sigur KA í röð í úrslitakeppninni staðreynd og það er staðfest að þeir enda í sjöunda sæti deildarinna. Afhverju vann KA? Einfalda svarið er að KA klárar þessi tvö færi vel, í báðum mörkunum gerast varnarmenn ÍBV sig seka um mistök. Liðin skiptust á að vera leiðandi í leiknum, KA átti sína kafla og sömuleiðis gestirnir. ÍBV fékk færi sem þeir nýttu ekki og það er dýrt í þeirri baráttu sem þeir eru. Hverjar stóðu upp úr? Ingimar Torbjörnsson Stöle í vinstri bakverðinum var mjög góður allan leikinn, frábær undirbúningur í fyrra marki KA. Jóan Símun Edmundsson átti þá fínan leik og skoraði gott mark. Þá stóð Hallgrímur Mar fyrir sínu og skoraði sitt fjórða mark í síðustu þremur leikjum. Elvis Okello Bwomono var sterkur í liði gestanna og þá verður að minnast á kraftinn sem fylgdi varamönnum ÍBV inn á völlinn, gáfu liðinu mikinn kraft fyrir síðustu 20 mínúturnar. Hvað gekk illa? ÍBV hefði þurft að vanda sig betur á síðasta þriðjung vallarins í lokin þegar þungi leiksins fór fram þar en náðu ekki að nýta það. Þá verður að minnast á hversu vont er að missa þrjá góða leikmenn af vellinum en Alex Freyr, Eiður og Sverrir þurftu allir að fara meiddir af velli. Hvað gerist næst? KA mætir Fram á útivelli 1. október næstkomandi, sama dag mun ÍBV heimsækja HK. Báðir leikir fara fram kl. 17:00. Hallgrímur Mar Steingrímsson: „Hlakka til að sjá Hjörvar Hafliða hér 7. okt að afhenta okkur þennan bikar“ Hallgrímur Mar skoraði seinna mark KA í dag.Vísir/Hulda Margrét „Það er bara gaman að vinna, við erum að skriði þannig að það er ljómandi gott,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson einn af markaskorurum KA eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum spilað þessa úrslitakeppni. Við hefðum geta mætt eins og aumingjar með hausinn niðri eftir bikarúrslitin en við erum að spila vel og erum að sýna hver öðrum virðingu með að leggja okkur fram í leikjunum og vinna þá. Auðveldast í heimi hefði verið að hengja haus því við vorum ekki að spila upp á neitt þannig séð en ég er bara gríðarlega stoltur af liðinu að við séum að spila eins og við erum að spila.“ Hallgrímur hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum. „Ég ákvað að fara í gang núna sem er vitlaust af mér. Ég hefði viljað byrja að skora fyrr í sumar en svona er þetta stundum. Þetta fellur stundum fyrir mann, maður er heitur núna en en ég hefði viljað að það hefði verið fyrr í sumar. Eftir að Hallgrímur Mar skoraði úr vítaspyrnunni, fagnaði hann ekki beint heldur starði á Guy Smit í marki ÍBV. „Hann var eitthvað að rífa kjaft við mig fyrir vítið, hann er alltaf að segja eitthvað við mig í hverjum leik einhver svona banter þannig ég ákvað bara að svara og hann brosti bara til mín. Þetta var ekkert alvarlegt.“ Sigurinn fannst Hallgrími þó aldrei vera í hættu. „Þeir fengu einhver svona hálffæri en mér fannst við alltaf vera með leikinn þótt við höfum ekki verið að skapa okkur eitthvað mikið. Það var kannski komin einhver þreyta í mannskapinn í lokin en mér fannst þetta aldrei í hættu þótt þetta hafi verið 2-1.“ Umdeilt atvik varð á lokamínútunum þegar Steinþór Már Auðunsson í marki KA og Sverrir Páll Hjalsted fóru í 50-50 bolta, þeir skullu saman sem varð til þess að Sverrir fór meiddur af velli. Dómari leiksins dæmdi aukaspyrnu á Sverrir en það var mjög umdeilt hvort um vítaspyrnu væri að ræða. „Nei mér fannst það ekki vera víti, ég held að þeir sem voru nær þessu hafi viðurkennt að þetta var ekki víti. Þetta var bara 50-50 bolti sem að Stubbur er á undan í.“ Það er staðfest að KA endar í 7. sætinu þetta árið og á þá forsetabikarinn vísan. „Það er bara flott. Ég hlakka til að sjá Hjörvar Hafliðason hér 7. október að afhenta okkur þennan bikar.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti