Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2023 11:59 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Á þriðjudaginn kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, það að hann hafi samið við Rauða krossinn um að útlendingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og eiga ekki lengur rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í neyðarskýli. Neyðarskýlið verður staðsett í Borgartúni og opnar í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði svo í samtali við fréttastofu í gær að henni þætti það ekki góð lausn að setja upp þessi neyðarskýli. Eina varanlega lausnin væri lokað búsetuúrræði. Guðmundur er þó ekki sammála Guðrúnu. „Dómsmálaráðherra hefur talað um að hún telji skynsamlegra að koma með lokuð búsetuúrræði en þau eru algjör útópía á þessum tímapunkti því það er engin stoð fyrir þeim í lögum. Við verðum núna að koma með tillögur til þess að tryggja það að fólk sem hefur misst þjónustu ríkislögreglustjóra þurfi ekki að sofa á götunni. Umræða um lokuð búsetuúrræði mun ekki leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist alveg viss um að neyðarskýlin séu skref í rétta átt. Með þeim sé verið að veita fólkinu þá lágmarksaðstoð sem það á rétt á., „Það býr líka til mikilvæga leið fyrri sveitarfélögin til að geta vísað fólki í þetta úrræði sem annars er ekki til þar. Ég er mjög sáttur við þessa lausn og ég treysti Rauða krossinum til að sinna þessu,“ segir Guðmundur. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni heimilislausra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30 Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, það að hann hafi samið við Rauða krossinn um að útlendingar sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og eiga ekki lengur rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í neyðarskýli. Neyðarskýlið verður staðsett í Borgartúni og opnar í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði svo í samtali við fréttastofu í gær að henni þætti það ekki góð lausn að setja upp þessi neyðarskýli. Eina varanlega lausnin væri lokað búsetuúrræði. Guðmundur er þó ekki sammála Guðrúnu. „Dómsmálaráðherra hefur talað um að hún telji skynsamlegra að koma með lokuð búsetuúrræði en þau eru algjör útópía á þessum tímapunkti því það er engin stoð fyrir þeim í lögum. Við verðum núna að koma með tillögur til þess að tryggja það að fólk sem hefur misst þjónustu ríkislögreglustjóra þurfi ekki að sofa á götunni. Umræða um lokuð búsetuúrræði mun ekki leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist alveg viss um að neyðarskýlin séu skref í rétta átt. Með þeim sé verið að veita fólkinu þá lágmarksaðstoð sem það á rétt á., „Það býr líka til mikilvæga leið fyrri sveitarfélögin til að geta vísað fólki í þetta úrræði sem annars er ekki til þar. Ég er mjög sáttur við þessa lausn og ég treysti Rauða krossinum til að sinna þessu,“ segir Guðmundur.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni heimilislausra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Brottfararstöð fyrir útlendinga Tengdar fréttir Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30 Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. 27. september 2023 18:30
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59