Venesúelamenn á Íslandi reiðir og óttaslegnir Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 19:20 Fréttastofa ræddi við fjölda Venesúelamanna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Um það bil fimmtán hundruð Venesúelamenn eru hér á landi og bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða eftir því að umsókn þeirra verði tekin fyrir hjá annað hvort Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það yrði umfangsmikið verkefni að koma þeim sem fá synjun úr landi. „Það verða líklegast mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela. Það verður að tryggja það að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. Á Ásbrú á Reykjanesi býr stór hluti þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Mariangel Garcia er ein þeirra en fréttastofa ræddi einnig við hana fyrr í sumar. Á hún einhverfa dóttur en fékk synjun um hæli. Bíður hún nú eftir úrskurði frá kærunefndinni og gæti nú verið að synjunin verði staðfest. Hún segir orð kærunefndarinnar um að ástandið í Venesúela sé orðið betra geti ekki staðist skoðun. „Um það er rætt víða um heim að ástandið sé ekki gott núna. Hvernig getur Ísland haldið öðru fram? Ástandið er alls ekki gott. Hvernig getur Ísland sagt að ástandið í Venesúela sé gott?“ segir Mariangel. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði og segir fólkið ekki ætla sér að vera í Venesúela verði það sent þangað. „Ef við verðum send aftur til Venesúela munum við reyna að komast til annars lands. Þetta er sá raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Carlos. Carlos Fernandez hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Vísir/Steingrímur Dúi Tomaso Desario segir Útlendingastofnun ekki sjá Venesúelamenn sem manneskjur. „Það er mjög sárt fyrir okkur að upplifa hvernig ríkisstjórn Íslands lítur á okkur sem tölur á blaði. Við erum ekki tölur, við erum manneskjur. Þetta er okkur mikið hjartans mál því við komum hingað í leit að betra lífi, í leit að friðsömu landi og í leit að öryggi. Annað vakti ekki fyrir okkur. Takk fyrir,“ segir Tomaso.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira