Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 16:42 Annar fuglinn sem greindist með veiruna var ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði Unsplash/Federico Di Dio Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að haförn hafi fundist dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september. Í honum fundust skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hefur ekki greinst hér á landi áður og er ekki algengur. Stofninn heitir HPAI H5N5. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Í dag bárust svo Matvælastofnun upplýsingar frá Keldum um að æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði fyrir skömmu hafi verið smitaður af sama stofni fuglaflensuveiru. „Þessar greiningar undirstrika mikilvægi þess að tryggja góðar sóttvarnir í umgengni við alifugla og aðra fugla í haldi,“ segir á vef Matvælastofnunar sem minnir á að tilkynningar frá almenningi um fund á veikum og dauðum villtum fuglum eru lykilatriði í eftirliti með tilvist og útbreiðslu fuglaflensu . Fáar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla hafi borist Matvælastofnun frá því í vor, eftir að fjöldadauði í ritum, lundum og öðrum svartfuglum dvínaði. Áður hefur verið upplýst að fuglaflensa greindist ekki í þeim. Frá og með júlímánuði hafa einungis verið tekin fimm sýni úr villtum fuglum. Þrjú þeirra reyndust neikvæð með tilliti til fuglaflensu en tvö jákvæð. Þeir fuglar sem reyndust jákvæðir voru fyrrnefndir tveir, þ.e. annars vegar ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði og hins vegar æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði 21. september. Veirurnar sem greindust eru af stofni HPAI H5N5 sem er ekki algengur og eru þetta fyrstu greiningar þessa stofns hér á landi. „Spurning vaknar um hvaðan veiran hafi borist. Stofninn sem hefur verið ríkjandi í Evrópu og víðar síðan í október 2021 er HPAI H5N1. Á sama tímabili hefur HPAI H5N5 einungis greinst í fjórum sýnum í Evrópu, öll úr villtum fuglum í Noregi og Svíþjóð, og í örfáum sýnum úr villtum fuglum, rauðrefi og skunki í austurhluta Kanada. Með heilraðgreiningu veiranna úr haferninum og æðarfuglinum verður vonandi hægt að skera úr um hvort þessi stofn hafi borist frá Evrópu eða nú síðsumars með komu farfugla frá varpstöðvum vestan Atlantshafsins,“ segir á vef Matvælastofnunar. Miðað við þau gögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti megi ætla að útbreiðsla skæðra fuglaflensuveira sé lítil hér á landi og smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi því lítil. „Eftir sem áður er mikilvægt að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna, til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum og Matvælastofnun biður almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits.“ Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Fram kemur á vef Matvælastofnunar að haförn hafi fundist dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september. Í honum fundust skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hefur ekki greinst hér á landi áður og er ekki algengur. Stofninn heitir HPAI H5N5. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Í dag bárust svo Matvælastofnun upplýsingar frá Keldum um að æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði fyrir skömmu hafi verið smitaður af sama stofni fuglaflensuveiru. „Þessar greiningar undirstrika mikilvægi þess að tryggja góðar sóttvarnir í umgengni við alifugla og aðra fugla í haldi,“ segir á vef Matvælastofnunar sem minnir á að tilkynningar frá almenningi um fund á veikum og dauðum villtum fuglum eru lykilatriði í eftirliti með tilvist og útbreiðslu fuglaflensu . Fáar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla hafi borist Matvælastofnun frá því í vor, eftir að fjöldadauði í ritum, lundum og öðrum svartfuglum dvínaði. Áður hefur verið upplýst að fuglaflensa greindist ekki í þeim. Frá og með júlímánuði hafa einungis verið tekin fimm sýni úr villtum fuglum. Þrjú þeirra reyndust neikvæð með tilliti til fuglaflensu en tvö jákvæð. Þeir fuglar sem reyndust jákvæðir voru fyrrnefndir tveir, þ.e. annars vegar ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði og hins vegar æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði 21. september. Veirurnar sem greindust eru af stofni HPAI H5N5 sem er ekki algengur og eru þetta fyrstu greiningar þessa stofns hér á landi. „Spurning vaknar um hvaðan veiran hafi borist. Stofninn sem hefur verið ríkjandi í Evrópu og víðar síðan í október 2021 er HPAI H5N1. Á sama tímabili hefur HPAI H5N5 einungis greinst í fjórum sýnum í Evrópu, öll úr villtum fuglum í Noregi og Svíþjóð, og í örfáum sýnum úr villtum fuglum, rauðrefi og skunki í austurhluta Kanada. Með heilraðgreiningu veiranna úr haferninum og æðarfuglinum verður vonandi hægt að skera úr um hvort þessi stofn hafi borist frá Evrópu eða nú síðsumars með komu farfugla frá varpstöðvum vestan Atlantshafsins,“ segir á vef Matvælastofnunar. Miðað við þau gögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti megi ætla að útbreiðsla skæðra fuglaflensuveira sé lítil hér á landi og smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi því lítil. „Eftir sem áður er mikilvægt að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna, til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum og Matvælastofnun biður almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits.“
Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira