Ljósleiðaradeildin í beinni: Toppslagur og nýr leikur Snorri Már Vagnsson skrifar 3. október 2023 19:22 Fjórða umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike hefst í kvöld með tveimur leikjum, en báðir eru þeir á milli liða sem sitja hlið við hlið í stigatöflunni. Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn
Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn