Fyrirframgreiðsla arfs hefur aukist um helming Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 06:31 Bjarni með fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. Stöð 2/Sigurjón Margir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var að mat tekna af eignarsköttum hækkaði um 3,5 milljarða króna, eða 64,8 prósent, frá fjármálaáætlun ársins 2023. Hækkunin stafar helst af miklum vexti tekna af erfðafjárskatti. Það skýrist svo af því að hlutfall tekna af fyrirframgreiðslu arfs jókst um helming milli áranna 2022 og 2023. Eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga ársins 2024 hækkar mat tekna af eignarsköttum um 3,5 milljarða króna frá fjármáláætlun og er það að nær öllu leyti vegna mikils vaxtar tekna af erfðafjárskatti á yfirstandandi ári sem hefur grunnáhrif á áætlun ársins 2024. Í svari við fyrirspurn Vísis til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hækkunina segir að undanfarin ár hafi orðið veruleg aukning á erfðafjárskatti. Eignastaða hafi þar nokkur áhrif, en auk þess hafi orðið veruleg aukning í fyrirframgreiðslu arfs frá því sem áður var. Skattfrelsismörk vega þungt Fyrirframgreiddur arfur er skattskyldur með tíu prósent skatthlutfalli á sama hátt og arfur af dánarbúi en án skattfrelsismarka. Skattfrelsismörk erfðafjárskatts eru 5.757.759 krónur árið 2023. Hann kemur til vegna ákvarðana einstaklinga og aðrir skýringarþættir eru þar að baki en í tilviki dánarbúa. Erfðafjárskattur vegna fyrirframgreidds arfs kemur sem viðbót við hefðbundnar greiðslur erfðafjárskatta vegna dánarbúa. Hlutfallið komið yfir sextíu prósent Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 er gert ráð fyrir því að erfðafjárskattur ársins 2024 verði um 14,5 milljarðar króna, sem er aukning um einn milljarð eða sjö prósent á milli ára. Erfðafjárskattur ársins 2023 var áætlaður 8,8 milljarðar króna í fjárlögum 2023 en við gerð fjárlaga 2024 var sú tala enduráætluð og er gert ráð fyrir að erfðafjárskattur ársins 2023 verði um 13,5 milljarðar króna. Í svari við annarri fyrirspurn Vísis segir að hlutfall fyrirframgreidds arfs hafi verið rúmlega 40 prósent á árunum 2021 og 2022 en nú sé útlit fyrir að það hlutfall verði yfir 60 prósent af erfðafjárskatti á ársins 2023. Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2024 Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga ársins 2024 hækkar mat tekna af eignarsköttum um 3,5 milljarða króna frá fjármáláætlun og er það að nær öllu leyti vegna mikils vaxtar tekna af erfðafjárskatti á yfirstandandi ári sem hefur grunnáhrif á áætlun ársins 2024. Í svari við fyrirspurn Vísis til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hækkunina segir að undanfarin ár hafi orðið veruleg aukning á erfðafjárskatti. Eignastaða hafi þar nokkur áhrif, en auk þess hafi orðið veruleg aukning í fyrirframgreiðslu arfs frá því sem áður var. Skattfrelsismörk vega þungt Fyrirframgreiddur arfur er skattskyldur með tíu prósent skatthlutfalli á sama hátt og arfur af dánarbúi en án skattfrelsismarka. Skattfrelsismörk erfðafjárskatts eru 5.757.759 krónur árið 2023. Hann kemur til vegna ákvarðana einstaklinga og aðrir skýringarþættir eru þar að baki en í tilviki dánarbúa. Erfðafjárskattur vegna fyrirframgreidds arfs kemur sem viðbót við hefðbundnar greiðslur erfðafjárskatta vegna dánarbúa. Hlutfallið komið yfir sextíu prósent Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 er gert ráð fyrir því að erfðafjárskattur ársins 2024 verði um 14,5 milljarðar króna, sem er aukning um einn milljarð eða sjö prósent á milli ára. Erfðafjárskattur ársins 2023 var áætlaður 8,8 milljarðar króna í fjárlögum 2023 en við gerð fjárlaga 2024 var sú tala enduráætluð og er gert ráð fyrir að erfðafjárskattur ársins 2023 verði um 13,5 milljarðar króna. Í svari við annarri fyrirspurn Vísis segir að hlutfall fyrirframgreidds arfs hafi verið rúmlega 40 prósent á árunum 2021 og 2022 en nú sé útlit fyrir að það hlutfall verði yfir 60 prósent af erfðafjárskatti á ársins 2023.
Skattar og tollar Fjárlagafrumvarp 2024 Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald. 12. september 2023 08:58
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. 12. september 2023 07:30