Kristmundur Axel Kristmundsson, tónlistarmaður, og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona voru fulltrúar Fjölnis.
Í liði Þróttar voru leikkonurnar Ásthildur Úa Sigurðardóttir og fyrrnefnd María Dögg sem snerti á bróður sínum og uppvexti þeirra systkina. Hún sagði til að mynda frá því að þau systkinin slógust reglulega sem börn. María Dögg vildi meina að það væri henni að þakka að Gunnar hefði náð svona langt í bardagaíþróttum.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.