Fyrsti atvinnumaður Íslands hefði orðið hundrað ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 14:01 Albert Guðmundsson frá tíma sínum sem leikmaður Arsenal. Getty/S&G/PA Íslenska knattspyrnugoðsögnin Albert Guðmundsson fæddist 5.október 1923 og hefði því haldið upp á hundrað ára afmælið sitt í dag hefði hann lifað. Albert lést árið 1994. Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr. Valur KSÍ Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr.
Valur KSÍ Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira