Ármann jafnar Þór að stigum með góðum sigri Snorri Már Vagnsson skrifar 5. október 2023 22:15 Ármann vann góðan sigur í kvöld. Rafíþróttasamband Íslands Ármann er nú með jafn mörg stig og Þór í 2. sæti Ljósleiðaradeildarinnar. Ármann vann góðan 16-14 sigur á Saga í kvöld. Leikurinn fór fram í kjarnorkuverinu á Nuke þar sem Saga hófu leikinn í vörn. Fyrstu þrjár lotur leiksins fóru til leikmanna Saga í vörninni en Ármann hélt þó í við þá. Eftir sex lotur var staðan 4-2 fyrir Saga. Leikmenn Ármanns voru lengi að koma sér í gang en eftir erfiða byrjun virtust þeir loks hrökkva í gír og tóku lotu eftir lotu, staðan þá orðin 4-6. Eftir að hafa byrjaði leikinn betur sáu Saga-menn ekki ljósið í þó nokkurn tíma þar sem Ármann komu sér í stöðuna 4-9 í lotunum þar á eftir. Saga náðu þó að krafsa tvær lotur til viðbótar áður en hálfleikur skall á. Staðan í hálfleik: 6-9 Ármann hóf seinni hálfleikinn betur, en þeir tóku skammbyssulotuna. xZerq, leikmaður Saga fór þó á kostum í leiknum og hélt Saga inni í leiknum með flottri frammistöðu sinni í lotu 19 og kom stöðunni í 8-11. Kraken, leikmaður Ármanns var þó fljótur að finna sigurbraut Ármanns á ný þegar hann felldi þrjá leikmenn Saga á B-svæði Nuke. Staðan þá 9-12. Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik og hvorugt lið virtist hafa almennilega yfirhönd á honum. Saga komu sér almennilega í leikinn aftur í seinni hálfleik með því að sækja eina og eina lotu. Loks náðu þeir að jafna stöðuna í 26. lotu og staðan þá 13-13. Við tóku æsispennandi lokalotur. Saga tóku forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 og staðan þá 14-13 en Ármann náði þá loksins að sigra lotu, 14-14. Guddi, nýjasti leikmaður Ármanns, sýndi stáltaugar í 29. lotu þegar hann var einn gegn tveimur leikmönnum Sögu en stóð einn eftir og aftengdi sprengjuna, 14-15. Leikmenn Saga voru þá með lítinn pening og þurftu að trúa á kraftaverk en allt kom fyrir ekki og Ármann tóku leikinn. Lokatölur: 14-16 Ármann stilla sér upp við hlið Þórs í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir vægast sagt æsispennandi lokalotur. Saga munu vera súrir með sitt, en á tímapunkti virtust þeir ætla að taka seríuna. Saga situr enn í 7. sæti deildarinnar með 2 stig. Rafíþróttir Tengdar fréttir Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31 Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Leikurinn fór fram í kjarnorkuverinu á Nuke þar sem Saga hófu leikinn í vörn. Fyrstu þrjár lotur leiksins fóru til leikmanna Saga í vörninni en Ármann hélt þó í við þá. Eftir sex lotur var staðan 4-2 fyrir Saga. Leikmenn Ármanns voru lengi að koma sér í gang en eftir erfiða byrjun virtust þeir loks hrökkva í gír og tóku lotu eftir lotu, staðan þá orðin 4-6. Eftir að hafa byrjaði leikinn betur sáu Saga-menn ekki ljósið í þó nokkurn tíma þar sem Ármann komu sér í stöðuna 4-9 í lotunum þar á eftir. Saga náðu þó að krafsa tvær lotur til viðbótar áður en hálfleikur skall á. Staðan í hálfleik: 6-9 Ármann hóf seinni hálfleikinn betur, en þeir tóku skammbyssulotuna. xZerq, leikmaður Saga fór þó á kostum í leiknum og hélt Saga inni í leiknum með flottri frammistöðu sinni í lotu 19 og kom stöðunni í 8-11. Kraken, leikmaður Ármanns var þó fljótur að finna sigurbraut Ármanns á ný þegar hann felldi þrjá leikmenn Saga á B-svæði Nuke. Staðan þá 9-12. Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik og hvorugt lið virtist hafa almennilega yfirhönd á honum. Saga komu sér almennilega í leikinn aftur í seinni hálfleik með því að sækja eina og eina lotu. Loks náðu þeir að jafna stöðuna í 26. lotu og staðan þá 13-13. Við tóku æsispennandi lokalotur. Saga tóku forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 og staðan þá 14-13 en Ármann náði þá loksins að sigra lotu, 14-14. Guddi, nýjasti leikmaður Ármanns, sýndi stáltaugar í 29. lotu þegar hann var einn gegn tveimur leikmönnum Sögu en stóð einn eftir og aftengdi sprengjuna, 14-15. Leikmenn Saga voru þá með lítinn pening og þurftu að trúa á kraftaverk en allt kom fyrir ekki og Ármann tóku leikinn. Lokatölur: 14-16 Ármann stilla sér upp við hlið Þórs í öðru sæti deildarinnar með 6 stig eftir vægast sagt æsispennandi lokalotur. Saga munu vera súrir með sitt, en á tímapunkti virtust þeir ætla að taka seríuna. Saga situr enn í 7. sæti deildarinnar með 2 stig.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31 Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Þór upp í annað sætið Þór lagði FH í hörkuleik í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í hinum vinsæla tölvuleik Counter-Strike: Global Offensive. Lokatölur í kvöld 16-6 Þór í vil. 5. október 2023 20:31
Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. 5. október 2023 18:56