ÍBV sá aldrei til sólar gegn Ten5ion Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 23:00 Leikmennirnir Pressi og Pat. Rafíþróttasamband Íslands Ten5ion er komið upp í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinnar eftir öruggan 16-7 sigur á ÍBV. Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri. Rafíþróttir Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti
Leikurinn fór fram á Mirage þar sem Ten5ion komu sér fyrir í vörn í fyrri hálfleik. Ten5ion áttu miklu betri byrjun í leiknum og tóku mikla stjórn á leiknum og sigruðu fyrstu 5 lotur en loks í sjöttu lotu náðu leikmenn ÍBV að koma sprengjunni niður á A-svæði Mirage og tóku sína fyrstu lotu, staðan þá 5-1. ÍBV voru þó hvergi nærri af baki dottnir í fyrri hálfleik, en þeir voru duglegir að taka A-svæði Mirage og koma sprengjunni niður. Þeir hótuðu Ten5ion-mönnum mikið eftir að sprengjan kom niður og tóku þannig lotu eftir lotu og minnkuðu muninn í 7-5. Einna helst stóð upp úr í fyrri hálfleik að Shine, leikmaður ÍBV felldi þrjá leikmenn Ten5ion með einni handsprengju í eldhúsinu hjá B-svæðinu. Ten5ion létu það þó ekki á sig fá og sigruðu fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 9-6 Seinni hálfleikur stefndi í einstefnu með Ten5ion í sókninni, Dezt og Blick, leikmenn Ten5ion voru báðir með yfir 20 fellur og stjórnuðu þeir nánast hverri einustu lotu. ÍBV sá hvergi til sólar í seinni hálfleik en þeir sigruðu aðeins eina lotu. Ten5ion spiluðu djarfa sókn og felldu andstæðinga sína trekk í trekk og stóðu að lokum með sigurinn í höndum sér. Lokatölur: 16-7 Ten5ion eru þar með komnir í 3. sæti Ljósleiðaradeildarinanr en þeir eru nú með 6 stig og jafnir Þór og Ármanni á stigum. ÍBV eru enn á botni deildarinnar með 0 stig en þeir þurfa að leita enn frekar að sínum fyrsta sigri.
Rafíþróttir Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn