Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2023 21:01 Starfsmenn hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku á starfsmannastæði við Landspítala Hringbraut og segja ótækt að stjórnendur beri fyrir sig umhverfisstefnu á sama tíma og ekki standi til að leggja gjaldskyldu við skrifstofuhúsnæði spítalans í Skaftahlíð. Þar starfar forstjórinn, samskiptadeild, framkvæmdastjórar og aðrir skrifstofustarfsmenn. heiðar/grafík Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld. Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið. Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið.
Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09