Innlent

Leigu­sali þarf ekki að greiða fyrir fata­hreinsun vegna fúkka­­lyktar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kærunefnd húsamála fundaði nýlega. 
Kærunefnd húsamála fundaði nýlega.  Vísir/Vilhelm

Leigusali þarf ekki að greiða leigjanda 35 þúsund krónur í kostnað á fatahreinsun vegna fúkkalyktar í leiguhúsnæði. 

Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar húsamála. Þar segir að gerðir voru tveir heils árs leigusamningar árin 2021 og 2022. Vegna fúkkalyktar í leiguíbúðinni á leigutíma krafðist leigjandinn þess að leigusalinn greiddi fyrir hreinsun á fötum leigjandans. Lyktin var tilkomin vegna raka sem hafði komist inn í stokk sem var utan um frárennslislögn frá salerni efri hæðar. 

Leigjandinn sagði fúkkalykt hafa borist í allan fatnað, rúmföt og tauefni hans, og hann hafi þurft að fara með öll föt sín í hreinsun því ekki var hægt að gera það í venjulegri þvottavél. Hann sagðist hafa kvartað undan lyktinni en engar úrbætur verið gerðar. Sjálfur sagðist hann ekki getað fjármagnað framkvæmdir vegna myglunnar verandi 75 prósent öryrki.

Leigusalinn sagði lyktina aðeins hafa verið í forstofunni og að úrbætur hafi verið gerðar á stokknum áður en íbúðin hafi verið leigð út. 

Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að engin gögn styðji að leigjandinn hefði kvartað undan lyktinni á leigutíma. Leigjandinn hafði farið með fötin í hreinsun án samráðs við leigusalann. Þá var greiðslukvittun vegna fatahreinsunarinnar dagsett þann 27. maí 2023, fimm mánuðum eftir að leigjandinn hafði flutti út.

Krafa leigjandans um að fá kostnað fyrir fatahreinsun greiddan frá leigusala var því felld niður.


Tengdar fréttir

Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×