Tómas Ingi tekur við spennandi starfi í Hveragerði Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:45 Tómas Ingi Tómasson, framkvændastjóri knattspyrnudeildar Hamars Mynd:Hamar Tómas Ingi Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hamars og hefur nú formlega hafið störf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hamar. Í samvinnu með aðalstjórn, mun Tómas Ingi hafa umsjón yfir fjármálum og daglegum rekstri knattspyrnudeildar félagsins og að auki sjá um stefnumótun og samskipti fyrir hönd deildarinnar, halda utan um undirbúning fyrir fjáraflanir og fleira sem kemur að skipulagi starfsins. „Framundan er nóg af spennandi verkefnum, bæði stór og smá. Við hökkum mikið til að vinna með Tómasi á næstu misserum, þar sem hann kemur hér inn með þvílíka reynslu, drifkraft og jákvæðni. Við hjá knattspyrnudeild Hamars erum virkilega stolt og ánægð að fá Tómas til liðs við okkur og hlökkum til samstarfsins í áframhaldandi uppbyggingu félagsins.“ Segir Eydís Valgarðs, formaður knattspyrnudeildar Hamars. Íslenskt fótboltaáhugafolk ætti að þekkja vel til Tómasar Inga sem er fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. Tómas Ingi hefur einnig reynt fyrir sér sem þjálfari. Hann var um áratugs skeið aðstoðarþjálfari U-21 landslið Íslands, yfirþjálfari yngri flokka og svo síðar yfirmaður knattspyrnumála hjá Fylki. „Það sem heillaði mig mest við þetta starf, var drive-ið sem ég upplifði í fyrsta símtali sem ég fékk frá formanni deildarinnar og þar á eftir fyrsti fundurinn með aðalstjórn og BUR. Mikill vilji að gera miklu betur er eitthvað sem hefur ávallt drifið mig áfram í lífinu og fann ég þann metnað frá þeim. Mitt fyrsta markmið er að ná utan um starfið og vera eins leiðbeinandi til annara eins og ég get. Ég hlakka líka til að kynnast og læra af þeim sem ég mun starfa með,“ segir Tómas Ingi. Aðspurður hvort hann sé spenntur fyrir þessum nýjum kafla svaraði hann „Já hann leggst vel í mig. Það sem skiptir máli er að sem flestir vinni saman í að róa í sömu átt. Það eru margar sögupersónur í þessum kafla og hef ég trú á því að við getum lyft starfinu í knattspyrnudeild Hamars með sameiginlegu átaki. Áfram Hamar!" Hveragerði Hamar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Í samvinnu með aðalstjórn, mun Tómas Ingi hafa umsjón yfir fjármálum og daglegum rekstri knattspyrnudeildar félagsins og að auki sjá um stefnumótun og samskipti fyrir hönd deildarinnar, halda utan um undirbúning fyrir fjáraflanir og fleira sem kemur að skipulagi starfsins. „Framundan er nóg af spennandi verkefnum, bæði stór og smá. Við hökkum mikið til að vinna með Tómasi á næstu misserum, þar sem hann kemur hér inn með þvílíka reynslu, drifkraft og jákvæðni. Við hjá knattspyrnudeild Hamars erum virkilega stolt og ánægð að fá Tómas til liðs við okkur og hlökkum til samstarfsins í áframhaldandi uppbyggingu félagsins.“ Segir Eydís Valgarðs, formaður knattspyrnudeildar Hamars. Íslenskt fótboltaáhugafolk ætti að þekkja vel til Tómasar Inga sem er fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. Tómas Ingi hefur einnig reynt fyrir sér sem þjálfari. Hann var um áratugs skeið aðstoðarþjálfari U-21 landslið Íslands, yfirþjálfari yngri flokka og svo síðar yfirmaður knattspyrnumála hjá Fylki. „Það sem heillaði mig mest við þetta starf, var drive-ið sem ég upplifði í fyrsta símtali sem ég fékk frá formanni deildarinnar og þar á eftir fyrsti fundurinn með aðalstjórn og BUR. Mikill vilji að gera miklu betur er eitthvað sem hefur ávallt drifið mig áfram í lífinu og fann ég þann metnað frá þeim. Mitt fyrsta markmið er að ná utan um starfið og vera eins leiðbeinandi til annara eins og ég get. Ég hlakka líka til að kynnast og læra af þeim sem ég mun starfa með,“ segir Tómas Ingi. Aðspurður hvort hann sé spenntur fyrir þessum nýjum kafla svaraði hann „Já hann leggst vel í mig. Það sem skiptir máli er að sem flestir vinni saman í að róa í sömu átt. Það eru margar sögupersónur í þessum kafla og hef ég trú á því að við getum lyft starfinu í knattspyrnudeild Hamars með sameiginlegu átaki. Áfram Hamar!"
Hveragerði Hamar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira