Formaður húsfélagsins fær nagladekkjabanninu hnekkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. október 2023 10:28 Myndin er úr safni. Bílastæðakjallara Hörpu nánar tiltekið. Vísir/Vilhelm Ákvörðun húsfélags í fjölbýlishúsi um að banna notkun nagladekkja í bílageymslu sinni er ólögmæt, að mati kærunefndar húsamála. Nefndin telur ekki unnt að banna slíkt nema samþykki allra eigenda komi til. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt. Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti nefndarinnar sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í bílageymslunni séu 42 bílastæði og að það hafi verið formaður húsfélagsins sem hafi beðið um álit nefndarinnar á því hvort bannið væri lögmætt. Á aðalfundi húsfélagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn var borin upp til atkvæðagreiðslu tillaga um „algjört bann við notkun nagladekkja í bílageymslu hússins.“ Á fundinn mættu eigendur 34 íbúða af 42. 32 samþykktu tillöguna. Epoxy efni á öllu gólfinu Forsaga málsins er sú að í júní í fyrra var epoxy efni lagt á allt gólfið í bílageymslu hússins. Ástæða þessarar framkvæmdar var sú að gólfið var allt krossprungið og ótal viðgerðir verið gerðar með floti, steypu og fylltun. Fram kemur að um þessa framkvæmd hafi verið algjör sátt og samstaða. Mánaðarmótin október/nóvember hafi svo þrír eigendur verið búnir að setja nagladekk undir bíla sína. Formaður húsfélags hafi þá náð samkomulagi við eigendur bílanna um að skipta út nagladekkjunum. Vildi breyta huglægum reglum í formlegar Segir formaðurinn að þrátt fyrir að fullkomin sátt hafi virst meðal eigenda um að aka ekki á nagladekkjum inn í bílageymsluna hafi verið lögð fram tillaga um algjört bann gegn notkun nagladekkja og að bannið yrði sett í húsreglur. Einnig að sett yrðu tvö varanleg skilti við innkeyrsludyr með áletrun um bannið. Óskar sá sem lagði til að bann yrði sett á þess við nefndina að málinu verði vísað frá. Enginn ágreiningur sé um nagladekk. Staðreyndin sé sú að hann hafi lagt fram tillögu um að breyta huglægum reglum í formlega staðfestar reglur, sem yrðu öllum ljósar og skýrar. Ákvörðun fundarins hefði staðfest skoðun hans. Stjórn húsfélagsins hafi hins vegar greitt kostnað þriggja eigenda við að skipta út nagladekkjum fyrir heilsársdekk. Þessir eigendur hafi ekki getað vitað af þessum huglægu reglum í haust. Slíkri kvöð verði þinglýst Í áliti kærunefndarinnar kemur fram að samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfi við ákvarðanatöku um sameiginleg málefni í fjöleignarhúsum samþykki allra eigenda vegna verulegra breytinga á hagnýtingu og afnotum sameignar. Samkvæmt því þurfi samþykki allra eigenda um meiri og víðtækari takmarkanir á ráðstföunar-og hagnýtingarrétti eigenda yfir séreign en leiðir af ákvæðum laganna eða eðli máls. Því telji kærunefnd ekki unnt að banna notkun nagladekka í bílageymslu nema samþykki allra eigenda komi til og að slíkri kvöð verði þinglýst sem sérstakri húsfélagssamþykkt.
Hús og heimili Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira