Í fyrsta leik mætast ÍBV og Þór, en ÍBV mæta enn sigurlausir gegn Þórsurum sem hafa verið í formi. Ten5ion og ÍA mætast í öðrum leik og hafa þá ÍA tækifæri til að nálgast toppbaráttuna sem þeir hafa dottið úr eftir tvö töp í jafn mörgum leikjum.
Kl. 19:00 mætast Saga og Atlantic sem bæði hafa átt slaka byrjun á tímabilinu og þurfa bæði því nauðsynlega á sigri að halda. Sömu sögu má segja af FH og Breiðablik sem mætast í fjórðu viðureign og prýða bæði neðri hluta töflunnar.
Ofurlaugardagurinn endar svo á stórleik NOCCO Dusty gegn Ármanni, en aðeins 2 stig skilja liðin af í toppsætum deildarinnar. Ármann hefur því tækifæri á að jafna Dusty á toppi deildarinnar með sigri.
