Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið um milljón íbúum í norðurhluta Gasastrandarinnar fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín og halda suður. Yfir tvö þúsund manns hafa fallið í loftárásum á Gasa síðastliðna viku.
íbúar í Grafarvogi kvarta undan hópi unglingsstráka sem kastað hafa eggjum í bíla og fólk. Við hittum tólf ára stúlku sem lenti í eggjaárás.
Þá kíkjum við á flokksráðsfund Samfylkingarinnar á Akureyri og sjáum brot úr metnaðarfullri uppsetningu á Litlu Hryllingsbúðinni.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.