Útlit er fyrir erfiða stjórnarmyndun í Póllandi. Skoðanakannanir benda til að afar ólíkir flokkar þurfi að tala saman. Við förum yfir stöðuna í myndveri.
Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið.
Þá hitum við upp fyrir kvennaverkfall sem fram fer síðar í mánuðinum, ræðum við kúabónda sem segir ömurlegt að hafa þurft að berjast við stjórnsýsluna eftir andlát eiginmannsins og hittum loðnasta starfsmann Fossvogsskóla.