Agnes ætlar með málið fyrir dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 21:49 Agnes segist taka málið alvarlega og því ætli hún að leita til dómstóla. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira