Biskup mun ekki stíga til hliðar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2023 11:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. Málið má rekja til þess að árið 2022 var Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, endurráðin af undirmanni sínum, framkvæmdastjóra Biskupsstofu. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar hafði framkvæmdastjórinn ekki leyfi til þess þar sem Kirkjuþing hafði ekki samþykkt ráðninguna. Séra Gunnar kærði Mat nefndin sem svo að ákvarðanir biskups sem teknar voru eftir að hún hafði verið endurráðin væru markleysa. Nefndin skoðaði málið eftir að prestur sem biskupinn sagði upp störfum, kærði ákvörðunina. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að þrátt fyrir niðurstöðuna sé enn biskup yfir Íslandi og að úrskurðurinn hafi ekki tekið á neinni annarri ákvörðun hennar fyrir utan uppsögn prestsins. Pétur G. Markan biskupsritari.Vísir/Steingrímur Dúi „Það er hins vegar alveg ljóst að þessi úrskurður er með þeim hætti að við erum eðlilega að skoða aðrar ákvarðanir, það er þannig. Það er hluti af ákvörðuninni að skjóta þessu til dómstóla. Það ber að taka þessa niðurstöðu alvarlega en við segjum líka að við og biskuparnir, hafa þann stjórnsýslustyrk til þess að fara ofan í þessi mál. Ég held að þau séu ekki í óvissu svo ég segi það,“ segir Pétur. Krefjandi verkefni Biskup mun ekki stíga til hliðar vegna málsins en hún hefur þegar tilkynnt að hún muni láta af störfum næsta sumar. „Við mætum þeim verkefnum ef þau birtast. Það er hluti af því sem við vinnum dagsdaglega, að takast á við krefjandi verkefni. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Þannig lá alveg ljóst fyrir að það væri krefjandi verkefni að taka við innri málum Þjóðkirkjunnar frá ríkinu. Við erum hins vegar vel mönnuð til að taka á við það þannig það verður allt í lagi,“ segir Pétur. Þjóðkirkjan Stjórnsýsla Trúmál Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2022 var Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, endurráðin af undirmanni sínum, framkvæmdastjóra Biskupsstofu. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar hafði framkvæmdastjórinn ekki leyfi til þess þar sem Kirkjuþing hafði ekki samþykkt ráðninguna. Séra Gunnar kærði Mat nefndin sem svo að ákvarðanir biskups sem teknar voru eftir að hún hafði verið endurráðin væru markleysa. Nefndin skoðaði málið eftir að prestur sem biskupinn sagði upp störfum, kærði ákvörðunina. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að þrátt fyrir niðurstöðuna sé enn biskup yfir Íslandi og að úrskurðurinn hafi ekki tekið á neinni annarri ákvörðun hennar fyrir utan uppsögn prestsins. Pétur G. Markan biskupsritari.Vísir/Steingrímur Dúi „Það er hins vegar alveg ljóst að þessi úrskurður er með þeim hætti að við erum eðlilega að skoða aðrar ákvarðanir, það er þannig. Það er hluti af ákvörðuninni að skjóta þessu til dómstóla. Það ber að taka þessa niðurstöðu alvarlega en við segjum líka að við og biskuparnir, hafa þann stjórnsýslustyrk til þess að fara ofan í þessi mál. Ég held að þau séu ekki í óvissu svo ég segi það,“ segir Pétur. Krefjandi verkefni Biskup mun ekki stíga til hliðar vegna málsins en hún hefur þegar tilkynnt að hún muni láta af störfum næsta sumar. „Við mætum þeim verkefnum ef þau birtast. Það er hluti af því sem við vinnum dagsdaglega, að takast á við krefjandi verkefni. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Þannig lá alveg ljóst fyrir að það væri krefjandi verkefni að taka við innri málum Þjóðkirkjunnar frá ríkinu. Við erum hins vegar vel mönnuð til að taka á við það þannig það verður allt í lagi,“ segir Pétur.
Þjóðkirkjan Stjórnsýsla Trúmál Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira