Kvíðadrifin vetrarferð á 100% rafmagni Polestar 18. október 2023 14:16 Hvernig stendur 100% rafbíll sig í íslensku vetrarfæri? Spennandi reynsluakstur á Polestar 2 norður í Bárðardal. Er hægt að skipta yfir í rafbíl eftir að hafa sett allt sitt traust á tröllvaxinn díselhlunk? Díselhlunkurinn er enginn draumur í innanbæjarsnatti en á langferðum frá Reykjavík norður yfir heiðar reynist hann vel. Rafbílar eru samt sem áður framtíðin og nú skildi reyna á einn slíkan norður í land í vetrarfæri. Ég fékk Polestar 2 í hendurnar fullhlaðinn og kláran í slaginn. Ég þurfti að skutla, sækja og hendast í búð kvöldið fyrir brottför og þar náði Polestarinn strax yfirhöndinni á dísilhlunkinn, svo lipur og léttur. En eftir að ég hafði eytt rafmagni í snattferðir helltist yfir mig hleðslukvíðinn. Framundan var 550 kílómetra ferðalag og áfangastaðurinn langt uppi í sveit. Þar að auki hafði snjóað um nóttina og gular viðvaranir í kortunum. Frost og vindur draga úr drægni rafbíla svo kvíðinn átti rétt á sér, eða hvað? Einfalt og traustvekjandi Fyrir þá sem nota alltaf sömu stillinguna á uppþvottavélinni þó fleiri séu í boði er einfaldleiki Polestar 2 stór plús. Ég þurfti ekki einu sinni að kveikja á bílnum, bara setjast upp í og skella í Drive. Á stóra skjánum til hliðar eru allar nauðsynlegar upplýsingar um bílinn og ferðalagið. Polestar 2 er búinn Android Automotive OS með innbyggt Google. Um leið og ég hafði skráð inn í Google Maps hvert ég vildi fara listaði bíllinn upp hleðslustöðvar á leiðinni og tilgreindi hvar ég þyrfti fyrst að hlaða bílinn, Víðigerði. Strax í Borgarnesi íhugaði ég samt að bæta smá á hann en stillti mig um það. Næstu stöð þar á eftir sagði Polestarinn vera í Baulu en lét jafnframt athugasemdina „No charging needed“ fylgja. Ég ók því framhjá Baulu með stækkandi hleðslukvíðahnút í maganum, Holtavörðuheiðin framundan og frostið að aukast. Eyðslutölur í rauntíma Í Range Assistant appinu á skjánum gat ég fylgst með bílnum áætla í rauntíma hver drægnin væri með tilliti til ytri aðstæðna, vindhraða, hitastigs og akstursskilyrða á veginum. Þær tölur var gott að hafa til hliðsjónar. Á leiðinni upp Holtavörðuheiðina minnkaði áætluð drægni hratt en um leið og ég var komin upp á jafnsléttu óx hún aftur og svo enn meir á leiðinni niður. Ég virtist í góðum málum og brunaði því framhjá Staðarskála án þess að líta í áttina að hleðslustöðvunum. Upphitað stýri gefur mörg lúxusstig Inni í bílnum var góð stemning, hlýtt og notalegt, playlistinn í botni og það fór afar vel um mig í upphituðum sætum og það sem meira er, stýrið er upphitað. Sá fítus lætur kannski lítið yfir sér en þvílíkur lúxus. Polestarinn vann sér inn nokkur stig þar. Hann er líka ljúfur í stýri og mjúkur á veginum og eftir að ég uppgötvaði stillingarnar á sætinu sat ég með góða yfirsýn fram á veginn. Þessu gæti ég sannarlega vanist. Í Víðigerði valdi ég mér stöð, tengdi kapalinn og fletti í stressi í gegnum smáforritahrúguna í símanum mínum sem öll eru ávallt opin. Fann loks appið, skannaði kóða og bæng! hleðsla hófst. Ég fékk mér kaffi á meðan og fylgdist með framvindunni í símanum. Tuttugu mínútna stopp og Polestarinn sagði mér að ég gæti haldið áfram. 476 hestöfl Með því að aka á hóflegum hraða og í takt við aðstæður endist hleðslan lengur. En bíllinn er kraftmikill, 476 hestöfl og rétt undir fimm sekúndum frá 0 og upp í 100 km hraða. Ég segi ekki að ég hafi stundað hraðakstur á leiðinni en hélt samt aðeins þéttar um stýrið í umdæmi Blönduóslögreglunnar, bara rétt aðeins. Það var stórskemmtilegt, við Polestar náðum alltaf betur og betur saman. Óþarfa töf Á Akureyri ákvað ég að bæta aðeins á hleðsluna þar sem enn voru um 70 kílómetrar í endastöð og þar af hátt í 30 kílómetrar á malarvegi. Polestar taldi reyndar enga þörf á því, ég kæmist alla leið og ætti meira að segja að eiga 12% eftir af hleðslunni. Ég lét hins vegar hleðslukvíðann buga mig en nú vildi svo til að stöðin sem ég ætlaði á var upptekin. Fleiri stöðvar eru að sjálfssögðu á Akureyri en miðaldra ég miklaði fyrir mér að sækja fleiri öpp. Ég beið því eftir því að komast að og át samloku á meðan. Hlóð í tuttugu mínútur og svo svifum við Polestarinn aftur af stað. Framundan var lokahnykkurinn og aðal prófraunin. Fjórhjóladrifinn kaggi Það hafði snjóað all hressilega þegar við beygðum inn í dalinn. Vegurinn í þessari sveit verður seint talinn stolt Vegagerðar ríkisins og nú hristumst við Polestar eftir holóttum veginum. Það reyndi dálítið á samanburðinn við díselhlunkinn en Polestar 2 er fjórhjóladrifinn kaggi og harðkorna vetrardekkin stóðu sig með stæl. Hægt er að stilla viðnámið í stýrinu í Polestarnum, Light, Standard og Firm og fram að þessu hafði stillingin verið á Light. Nú valdi ég Firm og fannst ég þá hafa góða stjórn í snjónum og meiri tilfinningu fyrir hreyfingum bílsins á ósléttum veginum. Við sigldum því án allra vandkvæða alla leið, rétt inn undir hálendi Íslands. Polestarinn var að raka inn stigum. Þegar halda átti til baka tveim dögum síðar hafði hlýnað verulega og stolt vegagerðarinnar var nú ekki þakið snjó heldur slabbi og aur sem aumingja Polestar fékk að finna fyrir. Þegar við komumst út úr dalnum tilkynnti hann mér móðgaður að þrif væru nauðsynleg „cleaning needed – Park Assist sensors blocked“, og ég bætti úr því á Akureyri. Hreinn og fínn var hann í essinu sínu og brunuðum við nú sem fullkomlega samstillt teymi suður yfir heiðar. Nú lét ég eitt hleðslustopp duga, tuttugu mínútur í Víðigerði og kvíðalaus sigldum við í höfn í Reykjavík með 19% af hleðslunni afgangs. Polestarinn lauk þessum leiðangri með fullt hús stiga. Þægindi og einfaldur lúxus Það sem upp úr stendur eru þægindin í ferðinni og einfaldleikinn við bílinn. Upphitað stýri er ólýsanlegur lúxus í vetrarakstri og eins hitinn í sætunum og hve einfalt er að stilla þau. Bíllinn er lipur og mjúkur og það er gaman að keyra hann, sérstaklega þegar Blönduóslöggan er í kaffi. Það kom mér líka ánægjulega á óvart að hleðslukvíðinn er algjörlega óþarfur, drægnin er slík að einungis eitt hleðslustopp er nauðsynlegt á þessari löngu ferð og bíllinn lét mig vita hvar og hvenær skynsamlegt væri að hlaða. Ég þarf reyndar að sjóast aðeins í öppunum til að hafa úr fleiri stöðvum að velja því eini mínus ferðarinnar var þessi óþarfa bið á Akureyri eftir að komast að. Það að hleðslustoppið sjálft taki yfirleitt um 20 mínútur getur líka verið óþægilegt fyrir óþolinmóða sem eru vanir að dæla olíu á örfáum mínútum á bílinn. Polestar 2 er hinsvegar er með YouTube og Prime Video til að streyma efni svo það er auðvelt að hafa ofan af fyrir sér meðan hlaðið er. Það má meira að segja líta á þessi stopp sem gæðastundir. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Ég fékk Polestar 2 í hendurnar fullhlaðinn og kláran í slaginn. Ég þurfti að skutla, sækja og hendast í búð kvöldið fyrir brottför og þar náði Polestarinn strax yfirhöndinni á dísilhlunkinn, svo lipur og léttur. En eftir að ég hafði eytt rafmagni í snattferðir helltist yfir mig hleðslukvíðinn. Framundan var 550 kílómetra ferðalag og áfangastaðurinn langt uppi í sveit. Þar að auki hafði snjóað um nóttina og gular viðvaranir í kortunum. Frost og vindur draga úr drægni rafbíla svo kvíðinn átti rétt á sér, eða hvað? Einfalt og traustvekjandi Fyrir þá sem nota alltaf sömu stillinguna á uppþvottavélinni þó fleiri séu í boði er einfaldleiki Polestar 2 stór plús. Ég þurfti ekki einu sinni að kveikja á bílnum, bara setjast upp í og skella í Drive. Á stóra skjánum til hliðar eru allar nauðsynlegar upplýsingar um bílinn og ferðalagið. Polestar 2 er búinn Android Automotive OS með innbyggt Google. Um leið og ég hafði skráð inn í Google Maps hvert ég vildi fara listaði bíllinn upp hleðslustöðvar á leiðinni og tilgreindi hvar ég þyrfti fyrst að hlaða bílinn, Víðigerði. Strax í Borgarnesi íhugaði ég samt að bæta smá á hann en stillti mig um það. Næstu stöð þar á eftir sagði Polestarinn vera í Baulu en lét jafnframt athugasemdina „No charging needed“ fylgja. Ég ók því framhjá Baulu með stækkandi hleðslukvíðahnút í maganum, Holtavörðuheiðin framundan og frostið að aukast. Eyðslutölur í rauntíma Í Range Assistant appinu á skjánum gat ég fylgst með bílnum áætla í rauntíma hver drægnin væri með tilliti til ytri aðstæðna, vindhraða, hitastigs og akstursskilyrða á veginum. Þær tölur var gott að hafa til hliðsjónar. Á leiðinni upp Holtavörðuheiðina minnkaði áætluð drægni hratt en um leið og ég var komin upp á jafnsléttu óx hún aftur og svo enn meir á leiðinni niður. Ég virtist í góðum málum og brunaði því framhjá Staðarskála án þess að líta í áttina að hleðslustöðvunum. Upphitað stýri gefur mörg lúxusstig Inni í bílnum var góð stemning, hlýtt og notalegt, playlistinn í botni og það fór afar vel um mig í upphituðum sætum og það sem meira er, stýrið er upphitað. Sá fítus lætur kannski lítið yfir sér en þvílíkur lúxus. Polestarinn vann sér inn nokkur stig þar. Hann er líka ljúfur í stýri og mjúkur á veginum og eftir að ég uppgötvaði stillingarnar á sætinu sat ég með góða yfirsýn fram á veginn. Þessu gæti ég sannarlega vanist. Í Víðigerði valdi ég mér stöð, tengdi kapalinn og fletti í stressi í gegnum smáforritahrúguna í símanum mínum sem öll eru ávallt opin. Fann loks appið, skannaði kóða og bæng! hleðsla hófst. Ég fékk mér kaffi á meðan og fylgdist með framvindunni í símanum. Tuttugu mínútna stopp og Polestarinn sagði mér að ég gæti haldið áfram. 476 hestöfl Með því að aka á hóflegum hraða og í takt við aðstæður endist hleðslan lengur. En bíllinn er kraftmikill, 476 hestöfl og rétt undir fimm sekúndum frá 0 og upp í 100 km hraða. Ég segi ekki að ég hafi stundað hraðakstur á leiðinni en hélt samt aðeins þéttar um stýrið í umdæmi Blönduóslögreglunnar, bara rétt aðeins. Það var stórskemmtilegt, við Polestar náðum alltaf betur og betur saman. Óþarfa töf Á Akureyri ákvað ég að bæta aðeins á hleðsluna þar sem enn voru um 70 kílómetrar í endastöð og þar af hátt í 30 kílómetrar á malarvegi. Polestar taldi reyndar enga þörf á því, ég kæmist alla leið og ætti meira að segja að eiga 12% eftir af hleðslunni. Ég lét hins vegar hleðslukvíðann buga mig en nú vildi svo til að stöðin sem ég ætlaði á var upptekin. Fleiri stöðvar eru að sjálfssögðu á Akureyri en miðaldra ég miklaði fyrir mér að sækja fleiri öpp. Ég beið því eftir því að komast að og át samloku á meðan. Hlóð í tuttugu mínútur og svo svifum við Polestarinn aftur af stað. Framundan var lokahnykkurinn og aðal prófraunin. Fjórhjóladrifinn kaggi Það hafði snjóað all hressilega þegar við beygðum inn í dalinn. Vegurinn í þessari sveit verður seint talinn stolt Vegagerðar ríkisins og nú hristumst við Polestar eftir holóttum veginum. Það reyndi dálítið á samanburðinn við díselhlunkinn en Polestar 2 er fjórhjóladrifinn kaggi og harðkorna vetrardekkin stóðu sig með stæl. Hægt er að stilla viðnámið í stýrinu í Polestarnum, Light, Standard og Firm og fram að þessu hafði stillingin verið á Light. Nú valdi ég Firm og fannst ég þá hafa góða stjórn í snjónum og meiri tilfinningu fyrir hreyfingum bílsins á ósléttum veginum. Við sigldum því án allra vandkvæða alla leið, rétt inn undir hálendi Íslands. Polestarinn var að raka inn stigum. Þegar halda átti til baka tveim dögum síðar hafði hlýnað verulega og stolt vegagerðarinnar var nú ekki þakið snjó heldur slabbi og aur sem aumingja Polestar fékk að finna fyrir. Þegar við komumst út úr dalnum tilkynnti hann mér móðgaður að þrif væru nauðsynleg „cleaning needed – Park Assist sensors blocked“, og ég bætti úr því á Akureyri. Hreinn og fínn var hann í essinu sínu og brunuðum við nú sem fullkomlega samstillt teymi suður yfir heiðar. Nú lét ég eitt hleðslustopp duga, tuttugu mínútur í Víðigerði og kvíðalaus sigldum við í höfn í Reykjavík með 19% af hleðslunni afgangs. Polestarinn lauk þessum leiðangri með fullt hús stiga. Þægindi og einfaldur lúxus Það sem upp úr stendur eru þægindin í ferðinni og einfaldleikinn við bílinn. Upphitað stýri er ólýsanlegur lúxus í vetrarakstri og eins hitinn í sætunum og hve einfalt er að stilla þau. Bíllinn er lipur og mjúkur og það er gaman að keyra hann, sérstaklega þegar Blönduóslöggan er í kaffi. Það kom mér líka ánægjulega á óvart að hleðslukvíðinn er algjörlega óþarfur, drægnin er slík að einungis eitt hleðslustopp er nauðsynlegt á þessari löngu ferð og bíllinn lét mig vita hvar og hvenær skynsamlegt væri að hlaða. Ég þarf reyndar að sjóast aðeins í öppunum til að hafa úr fleiri stöðvum að velja því eini mínus ferðarinnar var þessi óþarfa bið á Akureyri eftir að komast að. Það að hleðslustoppið sjálft taki yfirleitt um 20 mínútur getur líka verið óþægilegt fyrir óþolinmóða sem eru vanir að dæla olíu á örfáum mínútum á bílinn. Polestar 2 er hinsvegar er með YouTube og Prime Video til að streyma efni svo það er auðvelt að hafa ofan af fyrir sér meðan hlaðið er. Það má meira að segja líta á þessi stopp sem gæðastundir.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira