Jón efndi til blaðamannafundar: „Tognun er ósýnilegur sjúkdómur í samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 23:30 Blaðamannafundur Jóns Gnarr fór fram í gær. X977 Jón Gnarr, grínisti og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttanna Tvíhöfða, tilkynnti á „grafalvarlegum“ blaðamannafundi í gær að hann hyggist missa 25 kílógrönn fyrir nýársdag. Þá snerti hann á ýmsum málum sem hafa gert honum erfitt fyrir síðustu mánuði, þar á meðal tognun á hné, hægðatregða og þyngdaraukning. Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Grín og gaman X977 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan.
Grín og gaman X977 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira