Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. október 2023 22:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir víða í löndunum í kringum okkur vera gert ráð fyrir að börn undir ákveðnum aldri geti ekki keypt sér lyf sjálf. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira
Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Sjá meira
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00