FH batt enda á sigurgöngu Ármanns Dagur Lárusson skrifar 24. október 2023 22:31 FH-ingar hrósuðu sigri. FH gerði sér lítið fyrir og batt enda á sigurgöngu Ármanns í Ljósleiðaradeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis. Ármann hóf leikinn betur í sókninni og sigruðu skammbyssulotuna en FH voru þó fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn í 1-1. Ármann náðu yfirhöndinni í byrjun leiks og komust í stöðuna 1-4. Sókn Ármanns náði að viðhalda forskotinu í fyrri hálfleik en FH fylgdu þeim þó fast á eftir og eftir tólf lotur var staðan 5-7. FH-ingurinn Mozar7 átti stórleik á Vappanum sínum, en hann var með 15 fellur í hálfleik. Þrátt fyrir velgengni Mozar7 tókst FH ekki að sigra fleiri lotur í fyrri hálfleik og Ármann fóru því með forystuna inn í hálfleik. Staðan í hálfleik 5-10 FH-ingar höfðu brekku að brölta í seinni hálfleik með 5 lotu mismun í Ármann en þó byrjuðu FH seinni hálfleikinn hárrétt og sigruðu skammbyussulotuna. FH-ingurinn Wzrd leiddi liðið sitt á sigurbraut í seinni hálfleik og FH-ingar jöfnuðu leikinn í 10-10. Við tóku æsispennandi lokalotur þar sem liðin deildu sigrum með sér sitt á hvað. FH-ingar náðu loksins forystunni í stöðunni 14-13. Ármann fundu ekki sigurleiðir sínar að nýju og FH-ingar sigldu burt með sigurinn. Lokatölur: 16-13 Eftir ótrúlegan viðsnúning á Anubis bæta FH-ingar við sig stigum og sitja enn í 5. sæti, nú með 8 stig. Ármann þurfa að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu og eru nú komnir í fjórða sæti deildarinnar. Rafíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti
Leikurinn fór fram á Anubis. Ármann hóf leikinn betur í sókninni og sigruðu skammbyssulotuna en FH voru þó fljótir að svara fyrir sig og jöfnuðu leikinn í 1-1. Ármann náðu yfirhöndinni í byrjun leiks og komust í stöðuna 1-4. Sókn Ármanns náði að viðhalda forskotinu í fyrri hálfleik en FH fylgdu þeim þó fast á eftir og eftir tólf lotur var staðan 5-7. FH-ingurinn Mozar7 átti stórleik á Vappanum sínum, en hann var með 15 fellur í hálfleik. Þrátt fyrir velgengni Mozar7 tókst FH ekki að sigra fleiri lotur í fyrri hálfleik og Ármann fóru því með forystuna inn í hálfleik. Staðan í hálfleik 5-10 FH-ingar höfðu brekku að brölta í seinni hálfleik með 5 lotu mismun í Ármann en þó byrjuðu FH seinni hálfleikinn hárrétt og sigruðu skammbyussulotuna. FH-ingurinn Wzrd leiddi liðið sitt á sigurbraut í seinni hálfleik og FH-ingar jöfnuðu leikinn í 10-10. Við tóku æsispennandi lokalotur þar sem liðin deildu sigrum með sér sitt á hvað. FH-ingar náðu loksins forystunni í stöðunni 14-13. Ármann fundu ekki sigurleiðir sínar að nýju og FH-ingar sigldu burt með sigurinn. Lokatölur: 16-13 Eftir ótrúlegan viðsnúning á Anubis bæta FH-ingar við sig stigum og sitja enn í 5. sæti, nú með 8 stig. Ármann þurfa að sætta sig við sitt annað tap á tímabilinu og eru nú komnir í fjórða sæti deildarinnar.
Rafíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti