Egill hvetur til lestrar og stillingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. október 2023 16:57 Egill Helgason hvetur fólk til að kynna sér málavöxtu frekar en að stökkva fram með tal um að "alltaf hafi verið orðrómur.“ Vísir/Vilhelm Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik. Gríðarmikil umræða hefur skapast í samfélaginu um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM eftir viðtal sem Egill tók við Guðmund Magnússon sagnfræðing á dögunum. Guðmundur er höfundur nýrrar bókar um séra Friðrik þar sem greint er frá því að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Í viðtalinu við Egil sagðist Guðmundur næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Steinhissa á hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina Í færslu á Facebook fyrir skömmu minnir Egill á að viðtal hans við Guðmund fjalli um bók sem sé fimm hundruð blaðsíður. „Þar er gríðarlega mikið af upplýsingum enda leitaði Guðmundur í bréfa- og skjalasöfn við vinnslu bókarinnar. Upp úr þessu hefur sprottið heilmikil umræða í samfélaginu. En ég er steinhissa á því hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina - ég hefði haldið að lestur hennar væri ákveðin forsenda á þessu stigi málsins. Að menn kynni sér málavöxtu í stað þess að stökkva fram með tal um að "alltaf hafi verið orðrómur,““ skrifar Egill. Þá segir Egill heldur ekki liggja á að „rífa niður styttu eða fá viðbrögð eða fordæmingu allra sem tengjast málinu.“ „Séra Friðrik hefur verið í gröfinni í 62 ár en bókin kom út núna í vikunni. Lesið hana - hún er grundvöllur þessarar umræðu ekki félagsmiðlarnir eða tilfinning fyrir því að hlutirnir hafi verið svona eða hinsegin.“ Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Börn og uppeldi Trúmál Bókmenntir Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Gríðarmikil umræða hefur skapast í samfélaginu um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM eftir viðtal sem Egill tók við Guðmund Magnússon sagnfræðing á dögunum. Guðmundur er höfundur nýrrar bókar um séra Friðrik þar sem greint er frá því að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Í viðtalinu við Egil sagðist Guðmundur næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Steinhissa á hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina Í færslu á Facebook fyrir skömmu minnir Egill á að viðtal hans við Guðmund fjalli um bók sem sé fimm hundruð blaðsíður. „Þar er gríðarlega mikið af upplýsingum enda leitaði Guðmundur í bréfa- og skjalasöfn við vinnslu bókarinnar. Upp úr þessu hefur sprottið heilmikil umræða í samfélaginu. En ég er steinhissa á því hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina - ég hefði haldið að lestur hennar væri ákveðin forsenda á þessu stigi málsins. Að menn kynni sér málavöxtu í stað þess að stökkva fram með tal um að "alltaf hafi verið orðrómur,““ skrifar Egill. Þá segir Egill heldur ekki liggja á að „rífa niður styttu eða fá viðbrögð eða fordæmingu allra sem tengjast málinu.“ „Séra Friðrik hefur verið í gröfinni í 62 ár en bókin kom út núna í vikunni. Lesið hana - hún er grundvöllur þessarar umræðu ekki félagsmiðlarnir eða tilfinning fyrir því að hlutirnir hafi verið svona eða hinsegin.“
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Börn og uppeldi Trúmál Bókmenntir Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24
Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53