KFUM og KFUK leita til reynslubolta í sálgæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 15:04 Höfuðstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg. KFUM og KFUK Kristilegu félagasamtökin KFUM og KFUK hafa fengið félagsráðgjafa og prest til að taka við reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Fjöldi barna um allt land tekur þátt í starfi KFUM og KFUK og njóta sumarbúðir samtakanna mikilla vinsælda. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir frá því í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Töluverð umræða hefur spunnist um séra Friðrik í framhaldinu en hann lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Til umræðu er að færa styttu af honum úr Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks, eða hafi beinar heimildir um slíkt til dæmis frá nánum ættingja til að koma fram með þá reynslu sína. „Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda,“ segir í yfirlýsingunni. Þau hafi langa reynslu af sálgæslu og vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. „Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara.“ KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við séra Friðrik séu fjöldahreyfing fólks sem upplifi nú sorg. „Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar.“ Hægt sé að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Fjöldi barna um allt land tekur þátt í starfi KFUM og KFUK og njóta sumarbúðir samtakanna mikilla vinsælda. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir frá því í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Töluverð umræða hefur spunnist um séra Friðrik í framhaldinu en hann lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Til umræðu er að færa styttu af honum úr Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks, eða hafi beinar heimildir um slíkt til dæmis frá nánum ættingja til að koma fram með þá reynslu sína. „Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda,“ segir í yfirlýsingunni. Þau hafi langa reynslu af sálgæslu og vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. „Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara.“ KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við séra Friðrik séu fjöldahreyfing fólks sem upplifi nú sorg. „Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar.“ Hægt sé að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865.
Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira