Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 06:01 Tyrfingur segir sér ekkert slæmt gengið til við skrif verksins. Vísir Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. „Þetta kemur mjög illa við mig og ástæðan fyrir því er að það er ekki verið að taka tillit til brotaþola. Þetta hefur komið mjög illa við fólk, þetta hefur valdið kvíða og þjáningum,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi. Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur verksins, segist alltaf hafa litið upp til Stígamóta og skilja vel sjónarmið þeirra. Heiðar snyrtir sé í verkinu skálduð persóna sem mæti inn í okkar samtíma. RÚV greindi frá því í gær að Borgarleikhúsið hafi fengið athugasemd frá þolanda Heiðars Jónssonar snyrtis vegna leikverksins. Verkið er eftir Tyrfing Tyrfinsson og verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. Fram kemur í lýsingu verksins að það fjalli um hjónaleysin Lúnu og Inga sem sitja heima á aðfangadagskvöldi og vilja alls staðar annars staðar vera en þar. Barið er að dyrum og er þar mættur Heiðar snyrtir. Vaknaði með Heiðar við rúmgaflinn Heiðar hlaut í janúar 1997 þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa farið inn á heimili á Egilsstöðum í heimildarleysi og sært blygðunarkennd drengs sem þar bjó. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 8. júlí 1995. Heiðar hafði um kvöldið verið í samkvæmi með fjórum piltum og tveimur stúlkum. Fram kemur í frétt Helgarpóstsins um málið að í samkvæminu hafi Heiðar borið upp þá hugmynd, þegar hann var einn með drengjunum, að þeir færu í keppni um að „leysa vind“. Hugmyndin hafi fallið í góðan jarðveg og „þeir leystu vind hver sem betur gat“, eins og haft er eftir dómsskýrslu. Snemma næsta morgun hafi móðir eins piltsins vaknað við það að Heiðar snyrtir stóð við rúmgafl hennar. Heiðar hafi spurt hvort drengurinn byggi í húsinu, hann vildi leiðrétta misskilning sem upp hafi komið. Móðirin hafi þá vísað honum í herbergi sonarins og segir í Helgarpóstinum að hún hafi ekki talið sig hafa neina ástæðu til annars en að treysta Heiðari. Varð æstur þegar vinnumennirnir leystu vind Heiðar hafi þá farið inn til piltsins og segir að piltnum hafi brugðið við gestakomuna. Segir að pilturinn hafi fyrir dómi greint frá því að Heiðar hafi sagt honum sögur um að hann hefði alltaf orðið svo æstur sem ungur maður í sveit þegar vinnumennirnir leystu vind fyrir framan sig. Heiðar hafi sest á rúmgaflinn hjá piltnum og beðið hann að stinga rassinum út undan sænginni, beðið hann að draga brókina niður og þefað af rassi hans. Kvöldstund með Heiðari snyrti verður frumsýnd í janúar. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk Heiðars í verkinu. Ásthildur Úa Sigurðardóttir fer með hlutverk Lúnu og Sigurður Þór Óskarsson leikur Inga. Auk þeirra leikur Sigrún Edda Björnsdóttir í sýningunni.Borgarleikhúsið „Hann kvaðst einnig hafa gert það og þá heyrt hljóð sem líktist því sem ákærði væri að fróa sér,“ segir í frétt Helgarpóstins. Sama morgun hafi Heiðar heimsótt tvo aðra pilta sem voru í samkvæminu og beðið báða um að leysa vind. Annar hafi látið undan ósk Heiðars, sem hafi lagst í gólfið og fróað sér. Til stuðnings frásögn piltsins var niðurstaða úr DNA-rannsókn á gólfteppinu í herbergi drengsins. Fannst þar sæði sem borið var saman við blóðsýni úr Heiðari snyrti og staðfesti sæðið væri úr honum. Segir að drengurinn hafi skammast sín og viljað halda málinu leyndu en greint móður sinni frá atvikinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um svipaða hegðun Heiðars á Akureyri veturinn 1997. Þakkaði fyrir að fjölmiðlar hafi látið málið í friði Fram kemur í viðtali Heiðars við Helgarpóstinn í nóvember 1997 að hann hafi verið á Akureyri með námskeið þegar það atvik átti sér stað. Hann hafi um kvöld verið drukkinn og einmana, farið upp á hótelherbergi sitt en heyrt dynjandi tónlist úr nálægu herbergi. Hann hafi bankað þar upp á og verið boðið inn en ekkert þekkt manninn sem þar dvaldi. „Það er skemmst frá því að segja að þarna framdi ég þennan ófyrirgefanlega verknað minn, sem ég kæri mig ekki um að lýsa frekar,“ er haft eftir Heiðari í viðtalinu. Maðurinn sem dvaldi á hótelherberginu kærði Heiðar fyrir blygðunarsemisbrot en málið komst í fjölmiðla vegna myndar af Heiðari hálfnöktum sem dreift var um netið og hafði verið tekin af unga manninum. Í umfjöllun Helgarpóstins um dóminn vegna brotsins á Egilsstöðum er haft eftir Heiðari að hann hefði ekki hug á að áfrýja dómnum. „Nei, en ég hef þakkað Guði mínum fyrir öll jólin og hingað til að fjölmiðlar skuli hafa látið þetta í friði, því síðasta ár hefur bókstaflega verið skelfilegt,“ er haft eftir Heiðari. „Tekjur mínar hafa til að mynda verið aðeins einn þriðji af því sem þær eru venjulega. Ég hef því lofað Skaparanum fyrir að fjölmiðlar skyldu ekki gera sér mat úr þessu máli og geri það áfram. Þess vegna hef ég ekki látið í mér heyra út af þessu.“ Brotaþolar leitað til Stígamóta vegna verksins Drífa segir ljóst að einhverjir aðrir hagsmunir séu í forgrunni leikverksins en hagsmunir brotaþola. Enda sé ljóst að Heiðar sé dæmdur maður, gagnrýnin ekki byggð á sögusögnum heldur staðreynd. „Okkur þykir mjög mikilvægt fyrir þá sem hyggjast kaupa sér miða á þessa sýningu að þetta er ekki með vilja brotaþola, þetta er reyndar í andstöðu við vilja brotaþola. Þeir hafa reynt að koma þeim skilaboðum til Borgarleikhússins án árangurs,“ segir Drífa. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir vekja furðu að listrænt frelsi sé metið mikilvægara en hagsmunir brotaþola.Vísir/Ragnar Hún segir brotaþola hafa leitað til Stígamóta. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hvaða áhrif þetta hefur haft, hvaða vandræðum og sársauka þetta veldur brotaþolum. Ég efast um að það sé mikil stemning hjá fólki að hampa leikriti sem er í andstöðu við vilja brotaþola. Það er okkur hjá Stígamótum að koma þeim skilaboðum á framfæri svo fólk átti sig,“ segir Drífa. Skrítið að listin sé sett ofar líðan brotaþola Fram kom í svari Brynhildar við fyrirspurn RÚV í gær að leikhúsið sé á „lendum frásagnalistarinnar, með frelsi til túlkunar og tjáningar.“ „Það er mjög skrítið að listin og það að mega allt sé sett ofar en líðan brotaþola. Það teljum við óásættanlegt,“ segir Drífa við þessu. Varðandi fullyrðingu Brynhildar um að verkið sé ekki ævisögulegt, að það fjalli ekki um manneskjuna Heiðar þó að persóna hans hafi orðið höfundi kveikja við skáldleg skrif, segir Drífa það alveg út í hött. „Verkið heitir Kvöldstund með Heiðari snyrti. Það fjallar um Heiðar sem kemur óboðinn inn í hús, það er það sem gerðist, það er það sem hann er meðal annars dæmdur fyrir. Það þýðir ekkert að segja svona,“ segir Drífa. Misskilningur að atburðarrás verksins rími við atburðarrás brotanna Brynhildur segir í samtali við fréttastofu að þarna komi fram grundvallarmisskilningur á málinu. „Það er algjör grundvallarmisskilningur að atburðarrás þessa verks rími við þá atburðarrás sem varð í aðdraganda þessa að Heiðar Jónsson braut gegn ungum manni árið 1995. Atburðarrásin í leikritinu Kvöldstund með Heiðari snyrti er að öllu leyti skálduð og í aðalhlutverkum eru Ingi og Lúna og þeirra samband er komið á algjöra endastöð og inn kemur þessi aðili sem sprengir upp kvöldið,“ segir Brynhildur. „Þetta er bara mjög áhugavert verk um mannlega breiskleika og samfélagið okkar og hvernig við erum. Þetta hefur ekkert að gera með þá atburðarrás sem gerðist fyrir þrjátíu árum. Þetta er algjörlega skáldað.“ Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur leikverksins, sagði í viðtali við Ísland í dag í apríl í fyrra að hann væri að vinna í þessu verki, Kvöldstund með Heiðari snyrti: „um Heiðar snyrti Jónsson. Við erum miklir vinir. Ég er búinn að fara í litgreiningu. [...] Við erum búnir að tala saman í nokkur ár núna, reglulega og verið að vinna í [leikritinu].“ Fígúran Heiðar snyrtir fyrirmynd persónunnar í verkinu Brynhildur segir í samtali við fréttastofu að einn þolandi Heiðars hafi leitað til leikhússins í september og leikhúsið hafi verið í samskiptum við hann. Hún segist skilja umræðuna vel en gera þurfi greinarmun á þrennu: „A er einstaklingurinn Heiðar Jónsson, það er raunveruleg persóna. B er fígúran Heiðar snyrtir, sem er einhvers konar ímynd eða hugmynd sem samfélagið gerir sér um Heiðar, sem byggir fyrst og fremst á birtingarmynd hans í fjölmiðlum. Síðan er það C, persóna Heiðars snyrtis í þessu verki Tyrfings. Sú persóna er skálduð,“ segir Brynhildur. Hún segir persónu Heiðars snyrtis í verkinu byggða á fígúru B, Heiðari snyrti samfélagsins. „Tyrfingur notar þarna ákveðnar hugmyndir um Heiðar snyrti sem er umdeild og flókin fígúra, nafntoguð fígúra og skapar úr þessum hugmyndum persónu sem birtist á aðfangadagskvöld á heimili þessa pars sem er á endastöð síns sambands.“ Fengu ráðgjöf hjá sálfræðingum Hún segir leikhúsið hafa tekið málið mjög alvarlega þegar brotaþoli Heiðars leitaði til þess. Það hafi verið skoðað vel og aðstoðar fagaðila verið leitað. Hvaða fagaðilar voru það? „Við tókum þetta sannarlega alvarlega og tökum enn. Við fengum ráðgjöf frá sálfræðingum,“ segir Brynhildur. Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri segir leikhúsið hafa átt samtal við brotaþola Heiðars sem hafi leitað til þess vegna sýningarinnar.Vísir/Vilhelm Þarna er titilpersóna sem er dæmd fyrir blygðunarsemisbrot. Hann er dæmdur fyrir að runka sér fyrir framan unga pilta. Er viðeigandi að gera mann með þessa sögu að titilpersónu í leikverki? „Þetta er ótrúlega góð spurning og þarna getur leikhúsið orðið lykill að bættu samfélagi og betri skilningi á því hvernig við erum. Við erum frá lendum frásagnarlistarinnar og okkar lykilatriði er alltaf að segja sögur sem hjálpa okkur að spegla og verða að betra fólki. Við erum í vanda stödd ef við megum ekki fjalla um ímynd af manni eða ekki nefna einstaklinga í leikverkum sem brotið hafa af sér og hlotið hafa dóm. Leikverkið fjallar ekki um þetta mál.“ Skilur að verkið hafi komið við kaunin á fólki „Ég skil voðalega vel athugasemdirnar og að þetta hafi komið við kaunin á fólki. Þetta er svolítið annað en fólk heldur,“ segir Tyrfingur. Verkið sé uppspuni frá rótum og að mörgu leyti byggt á viðtölum hans við vinkonur. „En Guð minn góður, ég skil þetta. Þetta er held ég bara svolítill misskilningur. Að mörgu leyti skrifast hann á okkur af því að við höfum verið óljós en þetta hefur ekkert með þessa kvöldstund [1995] að gera. Aftur skil ég samt að þessu slái saman og valdi vanlíðan og hef samkennd með því,“ segir Tyrfingur. Hann segir að allan sinn feril hafi hann langað að skrifa verk um fegurð og fegurðarþrá. „Ég hef alltaf haft þennan draum út frá hinu hrikalega, hinu fallega, hinu sanna. Hvernig hið sanna og hið fallega eru alltaf að takast á. Heiðar er í þessu fegurðarsamkeppna-dóti, hann trúir á fegurðina eins og fólk trúir á Guð. Það fannst mér sem fleygur, inn í persónuna mína, ótrúlega áhugavert og það verður einhver neisti þar,“ segir Tyrfingur um það hvernig hugmyndin að verkinu spratt upp. „Sumir myndu segja að hann hafi búið til íslensku fegurðardrottninguna. Hann þjálfaði þær allar, kenndi þeim að labba og litgreindi mannskapinn. Hann er sá sem gekk lengst í þessu, var einhvers staðar í fegurðarsamkeppni með Donald Trump í útlöndum. Það hefur enginn gengið eins langt í að fegra heiminn og þessi litli, ættleiddi strákur. Sem dramatísk persóna small þetta inn í það sem mig hafði langað til að gera í fimmtán ár.“ „Það er vikið að dómnum því annað hefði verið óvirðing“ Hann segir það mál sem nú er upp komið, að þolandi Heiðars hafi leitað til leikhússins og Stígamóta vegna verksins, sanna klisjuna um að maður skuli ekki særa fólk meðvitað því maður geri það svo oft ómeðvitað. „Ég er með einhverja hugmynd í mínum listamannahaus og allt í einu er ég að valda ofboðslegri þjáningu einhvers staðar. Það er ótrúlega leiðinlegt. Ég vildi að ég væri meiri nagli með þetta en það er hræðilega leiðinlegt. Mér gengur gott eitt til með þessu verki en það er stundum ekki nóg. Það er bara leiðinlegt. Það er sorg í mér að hafa valdið þjáningu, sem er kannski byggð á einhverjum misskilningi en ég get alveg tekið ábyrgð á honum,“ segir Tyrfingur. Hann segist þó, þegar uppi er staðið, með mjög góða samvisku gagnvart verkinu. „Það er vikið að dómnum, annað hefði verið óvirðing við brotaþola, og þetta er mjög nærgöngult verk við Heiðar. Þetta er ekki óður til hans. Að einhverju leyti reyni ég að sjá fegurðina frá honum og fegurðina hans en það er líka gengið mjög nærri honum. Ég er ekki sekur um neitt þó ég sé ábyrgur,“ segir Tyrfingur. „Við eigum fund með Drífu í næstu viku. Hún bað um hann og við þáðum það boð auðvitað og tölum við hana.“ Leikhús Kynferðisofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Þetta kemur mjög illa við mig og ástæðan fyrir því er að það er ekki verið að taka tillit til brotaþola. Þetta hefur komið mjög illa við fólk, þetta hefur valdið kvíða og þjáningum,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi. Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur verksins, segist alltaf hafa litið upp til Stígamóta og skilja vel sjónarmið þeirra. Heiðar snyrtir sé í verkinu skálduð persóna sem mæti inn í okkar samtíma. RÚV greindi frá því í gær að Borgarleikhúsið hafi fengið athugasemd frá þolanda Heiðars Jónssonar snyrtis vegna leikverksins. Verkið er eftir Tyrfing Tyrfinsson og verður frumsýnt 19. janúar næstkomandi. Fram kemur í lýsingu verksins að það fjalli um hjónaleysin Lúnu og Inga sem sitja heima á aðfangadagskvöldi og vilja alls staðar annars staðar vera en þar. Barið er að dyrum og er þar mættur Heiðar snyrtir. Vaknaði með Heiðar við rúmgaflinn Heiðar hlaut í janúar 1997 þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa farið inn á heimili á Egilsstöðum í heimildarleysi og sært blygðunarkennd drengs sem þar bjó. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 8. júlí 1995. Heiðar hafði um kvöldið verið í samkvæmi með fjórum piltum og tveimur stúlkum. Fram kemur í frétt Helgarpóstsins um málið að í samkvæminu hafi Heiðar borið upp þá hugmynd, þegar hann var einn með drengjunum, að þeir færu í keppni um að „leysa vind“. Hugmyndin hafi fallið í góðan jarðveg og „þeir leystu vind hver sem betur gat“, eins og haft er eftir dómsskýrslu. Snemma næsta morgun hafi móðir eins piltsins vaknað við það að Heiðar snyrtir stóð við rúmgafl hennar. Heiðar hafi spurt hvort drengurinn byggi í húsinu, hann vildi leiðrétta misskilning sem upp hafi komið. Móðirin hafi þá vísað honum í herbergi sonarins og segir í Helgarpóstinum að hún hafi ekki talið sig hafa neina ástæðu til annars en að treysta Heiðari. Varð æstur þegar vinnumennirnir leystu vind Heiðar hafi þá farið inn til piltsins og segir að piltnum hafi brugðið við gestakomuna. Segir að pilturinn hafi fyrir dómi greint frá því að Heiðar hafi sagt honum sögur um að hann hefði alltaf orðið svo æstur sem ungur maður í sveit þegar vinnumennirnir leystu vind fyrir framan sig. Heiðar hafi sest á rúmgaflinn hjá piltnum og beðið hann að stinga rassinum út undan sænginni, beðið hann að draga brókina niður og þefað af rassi hans. Kvöldstund með Heiðari snyrti verður frumsýnd í janúar. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk Heiðars í verkinu. Ásthildur Úa Sigurðardóttir fer með hlutverk Lúnu og Sigurður Þór Óskarsson leikur Inga. Auk þeirra leikur Sigrún Edda Björnsdóttir í sýningunni.Borgarleikhúsið „Hann kvaðst einnig hafa gert það og þá heyrt hljóð sem líktist því sem ákærði væri að fróa sér,“ segir í frétt Helgarpóstins. Sama morgun hafi Heiðar heimsótt tvo aðra pilta sem voru í samkvæminu og beðið báða um að leysa vind. Annar hafi látið undan ósk Heiðars, sem hafi lagst í gólfið og fróað sér. Til stuðnings frásögn piltsins var niðurstaða úr DNA-rannsókn á gólfteppinu í herbergi drengsins. Fannst þar sæði sem borið var saman við blóðsýni úr Heiðari snyrti og staðfesti sæðið væri úr honum. Segir að drengurinn hafi skammast sín og viljað halda málinu leyndu en greint móður sinni frá atvikinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um svipaða hegðun Heiðars á Akureyri veturinn 1997. Þakkaði fyrir að fjölmiðlar hafi látið málið í friði Fram kemur í viðtali Heiðars við Helgarpóstinn í nóvember 1997 að hann hafi verið á Akureyri með námskeið þegar það atvik átti sér stað. Hann hafi um kvöld verið drukkinn og einmana, farið upp á hótelherbergi sitt en heyrt dynjandi tónlist úr nálægu herbergi. Hann hafi bankað þar upp á og verið boðið inn en ekkert þekkt manninn sem þar dvaldi. „Það er skemmst frá því að segja að þarna framdi ég þennan ófyrirgefanlega verknað minn, sem ég kæri mig ekki um að lýsa frekar,“ er haft eftir Heiðari í viðtalinu. Maðurinn sem dvaldi á hótelherberginu kærði Heiðar fyrir blygðunarsemisbrot en málið komst í fjölmiðla vegna myndar af Heiðari hálfnöktum sem dreift var um netið og hafði verið tekin af unga manninum. Í umfjöllun Helgarpóstins um dóminn vegna brotsins á Egilsstöðum er haft eftir Heiðari að hann hefði ekki hug á að áfrýja dómnum. „Nei, en ég hef þakkað Guði mínum fyrir öll jólin og hingað til að fjölmiðlar skuli hafa látið þetta í friði, því síðasta ár hefur bókstaflega verið skelfilegt,“ er haft eftir Heiðari. „Tekjur mínar hafa til að mynda verið aðeins einn þriðji af því sem þær eru venjulega. Ég hef því lofað Skaparanum fyrir að fjölmiðlar skyldu ekki gera sér mat úr þessu máli og geri það áfram. Þess vegna hef ég ekki látið í mér heyra út af þessu.“ Brotaþolar leitað til Stígamóta vegna verksins Drífa segir ljóst að einhverjir aðrir hagsmunir séu í forgrunni leikverksins en hagsmunir brotaþola. Enda sé ljóst að Heiðar sé dæmdur maður, gagnrýnin ekki byggð á sögusögnum heldur staðreynd. „Okkur þykir mjög mikilvægt fyrir þá sem hyggjast kaupa sér miða á þessa sýningu að þetta er ekki með vilja brotaþola, þetta er reyndar í andstöðu við vilja brotaþola. Þeir hafa reynt að koma þeim skilaboðum til Borgarleikhússins án árangurs,“ segir Drífa. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir vekja furðu að listrænt frelsi sé metið mikilvægara en hagsmunir brotaþola.Vísir/Ragnar Hún segir brotaþola hafa leitað til Stígamóta. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hvaða áhrif þetta hefur haft, hvaða vandræðum og sársauka þetta veldur brotaþolum. Ég efast um að það sé mikil stemning hjá fólki að hampa leikriti sem er í andstöðu við vilja brotaþola. Það er okkur hjá Stígamótum að koma þeim skilaboðum á framfæri svo fólk átti sig,“ segir Drífa. Skrítið að listin sé sett ofar líðan brotaþola Fram kom í svari Brynhildar við fyrirspurn RÚV í gær að leikhúsið sé á „lendum frásagnalistarinnar, með frelsi til túlkunar og tjáningar.“ „Það er mjög skrítið að listin og það að mega allt sé sett ofar en líðan brotaþola. Það teljum við óásættanlegt,“ segir Drífa við þessu. Varðandi fullyrðingu Brynhildar um að verkið sé ekki ævisögulegt, að það fjalli ekki um manneskjuna Heiðar þó að persóna hans hafi orðið höfundi kveikja við skáldleg skrif, segir Drífa það alveg út í hött. „Verkið heitir Kvöldstund með Heiðari snyrti. Það fjallar um Heiðar sem kemur óboðinn inn í hús, það er það sem gerðist, það er það sem hann er meðal annars dæmdur fyrir. Það þýðir ekkert að segja svona,“ segir Drífa. Misskilningur að atburðarrás verksins rími við atburðarrás brotanna Brynhildur segir í samtali við fréttastofu að þarna komi fram grundvallarmisskilningur á málinu. „Það er algjör grundvallarmisskilningur að atburðarrás þessa verks rími við þá atburðarrás sem varð í aðdraganda þessa að Heiðar Jónsson braut gegn ungum manni árið 1995. Atburðarrásin í leikritinu Kvöldstund með Heiðari snyrti er að öllu leyti skálduð og í aðalhlutverkum eru Ingi og Lúna og þeirra samband er komið á algjöra endastöð og inn kemur þessi aðili sem sprengir upp kvöldið,“ segir Brynhildur. „Þetta er bara mjög áhugavert verk um mannlega breiskleika og samfélagið okkar og hvernig við erum. Þetta hefur ekkert að gera með þá atburðarrás sem gerðist fyrir þrjátíu árum. Þetta er algjörlega skáldað.“ Tyrfingur Tyrfingsson, höfundur leikverksins, sagði í viðtali við Ísland í dag í apríl í fyrra að hann væri að vinna í þessu verki, Kvöldstund með Heiðari snyrti: „um Heiðar snyrti Jónsson. Við erum miklir vinir. Ég er búinn að fara í litgreiningu. [...] Við erum búnir að tala saman í nokkur ár núna, reglulega og verið að vinna í [leikritinu].“ Fígúran Heiðar snyrtir fyrirmynd persónunnar í verkinu Brynhildur segir í samtali við fréttastofu að einn þolandi Heiðars hafi leitað til leikhússins í september og leikhúsið hafi verið í samskiptum við hann. Hún segist skilja umræðuna vel en gera þurfi greinarmun á þrennu: „A er einstaklingurinn Heiðar Jónsson, það er raunveruleg persóna. B er fígúran Heiðar snyrtir, sem er einhvers konar ímynd eða hugmynd sem samfélagið gerir sér um Heiðar, sem byggir fyrst og fremst á birtingarmynd hans í fjölmiðlum. Síðan er það C, persóna Heiðars snyrtis í þessu verki Tyrfings. Sú persóna er skálduð,“ segir Brynhildur. Hún segir persónu Heiðars snyrtis í verkinu byggða á fígúru B, Heiðari snyrti samfélagsins. „Tyrfingur notar þarna ákveðnar hugmyndir um Heiðar snyrti sem er umdeild og flókin fígúra, nafntoguð fígúra og skapar úr þessum hugmyndum persónu sem birtist á aðfangadagskvöld á heimili þessa pars sem er á endastöð síns sambands.“ Fengu ráðgjöf hjá sálfræðingum Hún segir leikhúsið hafa tekið málið mjög alvarlega þegar brotaþoli Heiðars leitaði til þess. Það hafi verið skoðað vel og aðstoðar fagaðila verið leitað. Hvaða fagaðilar voru það? „Við tókum þetta sannarlega alvarlega og tökum enn. Við fengum ráðgjöf frá sálfræðingum,“ segir Brynhildur. Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri segir leikhúsið hafa átt samtal við brotaþola Heiðars sem hafi leitað til þess vegna sýningarinnar.Vísir/Vilhelm Þarna er titilpersóna sem er dæmd fyrir blygðunarsemisbrot. Hann er dæmdur fyrir að runka sér fyrir framan unga pilta. Er viðeigandi að gera mann með þessa sögu að titilpersónu í leikverki? „Þetta er ótrúlega góð spurning og þarna getur leikhúsið orðið lykill að bættu samfélagi og betri skilningi á því hvernig við erum. Við erum frá lendum frásagnarlistarinnar og okkar lykilatriði er alltaf að segja sögur sem hjálpa okkur að spegla og verða að betra fólki. Við erum í vanda stödd ef við megum ekki fjalla um ímynd af manni eða ekki nefna einstaklinga í leikverkum sem brotið hafa af sér og hlotið hafa dóm. Leikverkið fjallar ekki um þetta mál.“ Skilur að verkið hafi komið við kaunin á fólki „Ég skil voðalega vel athugasemdirnar og að þetta hafi komið við kaunin á fólki. Þetta er svolítið annað en fólk heldur,“ segir Tyrfingur. Verkið sé uppspuni frá rótum og að mörgu leyti byggt á viðtölum hans við vinkonur. „En Guð minn góður, ég skil þetta. Þetta er held ég bara svolítill misskilningur. Að mörgu leyti skrifast hann á okkur af því að við höfum verið óljós en þetta hefur ekkert með þessa kvöldstund [1995] að gera. Aftur skil ég samt að þessu slái saman og valdi vanlíðan og hef samkennd með því,“ segir Tyrfingur. Hann segir að allan sinn feril hafi hann langað að skrifa verk um fegurð og fegurðarþrá. „Ég hef alltaf haft þennan draum út frá hinu hrikalega, hinu fallega, hinu sanna. Hvernig hið sanna og hið fallega eru alltaf að takast á. Heiðar er í þessu fegurðarsamkeppna-dóti, hann trúir á fegurðina eins og fólk trúir á Guð. Það fannst mér sem fleygur, inn í persónuna mína, ótrúlega áhugavert og það verður einhver neisti þar,“ segir Tyrfingur um það hvernig hugmyndin að verkinu spratt upp. „Sumir myndu segja að hann hafi búið til íslensku fegurðardrottninguna. Hann þjálfaði þær allar, kenndi þeim að labba og litgreindi mannskapinn. Hann er sá sem gekk lengst í þessu, var einhvers staðar í fegurðarsamkeppni með Donald Trump í útlöndum. Það hefur enginn gengið eins langt í að fegra heiminn og þessi litli, ættleiddi strákur. Sem dramatísk persóna small þetta inn í það sem mig hafði langað til að gera í fimmtán ár.“ „Það er vikið að dómnum því annað hefði verið óvirðing“ Hann segir það mál sem nú er upp komið, að þolandi Heiðars hafi leitað til leikhússins og Stígamóta vegna verksins, sanna klisjuna um að maður skuli ekki særa fólk meðvitað því maður geri það svo oft ómeðvitað. „Ég er með einhverja hugmynd í mínum listamannahaus og allt í einu er ég að valda ofboðslegri þjáningu einhvers staðar. Það er ótrúlega leiðinlegt. Ég vildi að ég væri meiri nagli með þetta en það er hræðilega leiðinlegt. Mér gengur gott eitt til með þessu verki en það er stundum ekki nóg. Það er bara leiðinlegt. Það er sorg í mér að hafa valdið þjáningu, sem er kannski byggð á einhverjum misskilningi en ég get alveg tekið ábyrgð á honum,“ segir Tyrfingur. Hann segist þó, þegar uppi er staðið, með mjög góða samvisku gagnvart verkinu. „Það er vikið að dómnum, annað hefði verið óvirðing við brotaþola, og þetta er mjög nærgöngult verk við Heiðar. Þetta er ekki óður til hans. Að einhverju leyti reyni ég að sjá fegurðina frá honum og fegurðina hans en það er líka gengið mjög nærri honum. Ég er ekki sekur um neitt þó ég sé ábyrgur,“ segir Tyrfingur. „Við eigum fund með Drífu í næstu viku. Hún bað um hann og við þáðum það boð auðvitað og tölum við hana.“
Leikhús Kynferðisofbeldi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira