Edda sómir sér vel í Eyjafirði þó bændur séu ekki allir sáttir við júgrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2023 19:17 Beate Stormo, listamaður, sem smíðaði Eddu af miklum glæsibrag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Edda, stærsta kýr landsins sómir sér vel á stalli í Eyjafirði en um er að ræða risa listaverk eftir norska listakonu, sem býr í Kristnesi. Eitt komma tvö tonn af járni fóru í smíði Eddu. Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira