Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:49 Ákveðið var að fella niður reglugerð um blóðmerahald eftir athugasemdir frá ESA. Stjórnarráðið Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Segir í athugasemdinni að ráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, megi eiga von á bótakröfum verði einhverjar takmarkandi breytingar á starfseminni. Forsaga málsins er sú að matvælaráðuneytið tilkynnti 15. september síðastliðinn að reglugerð um blóðmerahald yrði felld úr gildi og blóðmerahald fellt undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni eftir að athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Afstaða ESA var ítrekuð í áminningabréfi 10. mars síðastliðinn þar sem sagði að Ísland hefði brotið gegn ákvæðum tilskipunar 2010/63/EB með því að setja sérreglur um blóðmerahald. Málið snérist um túlkun á gildissviði regluverksins og féllust stjórnvöld á að blóðmerahald félli undir reglur um tilraunir á dýrum. Í athugasemd Bændasamtakanna eru alvarlegar athugasemdir gerðar við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Meðalhófs sé ekki gætt og lagabreytinga líklega þörf þar sem regluverkið nái ekki yfir blóðmerahald. Samtökin segja að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars. Tengd skjöl Erindi_til_MAR_BlóðmerarFyrirvararOfl_011123PDF202KBSækja skjal Blóðmerahald Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir í athugasemdinni að ráðuneytið, fyrir hönd ríkisins, megi eiga von á bótakröfum verði einhverjar takmarkandi breytingar á starfseminni. Forsaga málsins er sú að matvælaráðuneytið tilkynnti 15. september síðastliðinn að reglugerð um blóðmerahald yrði felld úr gildi og blóðmerahald fellt undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni eftir að athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. Afstaða ESA var ítrekuð í áminningabréfi 10. mars síðastliðinn þar sem sagði að Ísland hefði brotið gegn ákvæðum tilskipunar 2010/63/EB með því að setja sérreglur um blóðmerahald. Málið snérist um túlkun á gildissviði regluverksins og féllust stjórnvöld á að blóðmerahald félli undir reglur um tilraunir á dýrum. Í athugasemd Bændasamtakanna eru alvarlegar athugasemdir gerðar við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Meðalhófs sé ekki gætt og lagabreytinga líklega þörf þar sem regluverkið nái ekki yfir blóðmerahald. Samtökin segja að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars. Tengd skjöl Erindi_til_MAR_BlóðmerarFyrirvararOfl_011123PDF202KBSækja skjal
Blóðmerahald Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira