Slysin vaxtaverkir: Innviðirnir vandamálið en ekki hlaupahjólin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:54 Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðsend Holur, þverhníptir kantar og umferðaskilti á gangstéttum skapa ökumönnum rafhlaupahjóla óöruggt umhverfi, segir formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Á þéttari svæðum eigi að skilgreina hvar hjólin megi vera en há slysatíðni sé hluti af vaxtaverkjum. Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira