Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 20:37 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vísir/Einar Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón. Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón.
Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07