Kleinukarl fagnar deginum með þremur til fjórum kleinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 11:55 Ágúst Fannar Einþórsson, eða Gústi bakari, segist mikill kleinukarl. Vísir/samsett Dagur kleinunnar er runninn upp í þriðja sinn. Annálaður kleinukarl og bakari segir fagnaðarefni að geta heiðrað bakkelsið almennilega og telur flesta Íslendinga eiga góðar minningar af kleinum. Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst. Bakarí Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst.
Bakarí Mest lesið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira