Hundrað grunnskólanemar keppa í byggingu LEGO Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 14:52 Liðin takast á við fjölbreytt verkefni. ©Kristinn Ingvarsson Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu. Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712. Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712.
Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira