Innlent

Kúa­bóndi á Suður­landi sviptur mjólkur­sölu­leyfi

Atli Ísleifsson skrifar
Bóndinn hafði ekki orðið við þeim ítrekuðu kröfum um úrbætur sem höfðu borist. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Bóndinn hafði ekki orðið við þeim ítrekuðu kröfum um úrbætur sem höfðu borist. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Matvælastofnun hefur svipt kúabónda á Suðurlandi leyfi til framleiðslu og dreifingar á mjólk.

Frá þessu segir á vef Matvælastofnunar. Þar segir að bóndinn hafi „nýlega“ verið sviptur leyfinu. 

„Samkvæmt matvælalögum má fella slíkt leyfi úr gildi ef sá sem slíkt leyfi hefur gerist sekur um ítrekuð eða alvarleg brot á lögunum.

Mjólkurframleiðslan á þessum bæ reyndist óviðunandi og þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um úrbætur varð bóndinn ekki við þeim,“ segir á vef stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×