Tæplega tvö hundruð Venesúelamenn yfirgáfu landið í gær Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 08:57 Flóttafólk frá Venesúela mótmælti fyrirhuguðum brottvísunum við Hallgrímskirkju, þann 4. október síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum, sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd, fóru úr landi í gær og var flogið með beinu flugi til Venesúela. Í september staðfesti kærunefnd útlendingamála álit Útlendingastofnunar um að heimilt væri að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Með því snéri nefndin við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd. 1500 manns þurfa að yfirgefa landið Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði að úrskurðurinn þýddi að um fimmtán hundruð manns myndu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þyrftu þar af leiðandi að yfirgefa landið. Mjög miklir fólksflutningar til Venesúela væru framundan. Það var svo um hádegisbil í gær sem flugvél með hundrað og áttatíu manns frá Venesúela lagði af stað frá Íslandi og flutti fólkið til heimalands síns. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu fór fólkið sjálfviljugt úr landinu með aðstoð ríkisins. Samkvæmt myndböndum sem fréttastofu hefur borist af alþjóðaflugvellinum Simon Bolivar var talsvert uppnám og glundroði meðal hópsins þegar hann var lentur. Vill frekar deyja en að fara aftur heim Fjöldi fólks hefur mótmælt brottvísununum hér á landi og í október sagðist venesúelamaðurinn Zarkis Abraham frekar vilja deyja en að fara aftur til heimalands síns. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok september var rætt var við stóran hluta þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Þau sögðu það ekki rétt að ástandið í Venesúela hafi skánað skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Flóttafólk á Íslandi Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Í september staðfesti kærunefnd útlendingamála álit Útlendingastofnunar um að heimilt væri að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Með því snéri nefndin við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd. 1500 manns þurfa að yfirgefa landið Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði að úrskurðurinn þýddi að um fimmtán hundruð manns myndu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þyrftu þar af leiðandi að yfirgefa landið. Mjög miklir fólksflutningar til Venesúela væru framundan. Það var svo um hádegisbil í gær sem flugvél með hundrað og áttatíu manns frá Venesúela lagði af stað frá Íslandi og flutti fólkið til heimalands síns. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu fór fólkið sjálfviljugt úr landinu með aðstoð ríkisins. Samkvæmt myndböndum sem fréttastofu hefur borist af alþjóðaflugvellinum Simon Bolivar var talsvert uppnám og glundroði meðal hópsins þegar hann var lentur. Vill frekar deyja en að fara aftur heim Fjöldi fólks hefur mótmælt brottvísununum hér á landi og í október sagðist venesúelamaðurinn Zarkis Abraham frekar vilja deyja en að fara aftur til heimalands síns. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok september var rætt var við stóran hluta þeirra Venesúelamanna sem dvelja hér landi. Þau sögðu það ekki rétt að ástandið í Venesúela hafi skánað skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim.
Flóttafólk á Íslandi Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53
Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48