Auglýsingatekjur renna óskiptar til Grindvíkinga Stöð 2 18. nóvember 2023 09:15 Frítt verður inn á leikina í Smáranum í dag og búist við að Grindvíkingar fjölmenni og styðji sín lið. Hulda Margrét Kvennalið Grindavíkur í körfubolta spilar við Þór frá Akureyri klukkan 14 í dag og karlaliðið mætir Hamri klukkan 17. Leikirnir fara fram í Smáranum og verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá. Sölutekjur Stöðvar 2 vegna auglýsinga á leikjunum renna óskiptar til Grindvíkinga. „Það er á svona stundum sem íþróttir geta verið öflugt sameiningarafl fyrir samfélagið, í þessu tilviki íbúa Grindavíkur. Körfuboltinn hefur verið risastór hluti af tilveru Grindvíkinga um árabil og við vildum sjá til þess að þjóðin öll hafi tækifæri að gleðjast með þeim á þessum erfiðu tímum. Það var svo einhugur innan Sýnar um að vilja leggja Grindvíkingum lið með því að láta auglýsingatekjur vegna útsendingarinnar renna óskertar í söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna. Hugur okkar allra er með Grindvíkingum,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta á Stöð 2. Brugðust við kallinu Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, deildarstjóri auglýsingadeildar segir markaðinn hafa brugðist vel við hugmyndinni um að styðja Grindvíkinga með þessum hætti. „Við leituðum til birtingahúsa og fyrirtækja og fengum frábær viðbrögð. Grindvíkingar eru í virkilega erfiðri stöðu og fyrirtæki vilja leggja sitt af mörkum. Það komust færri að en vildu því fyrirvarinn var skammur og við hvetjum þau fyrirtæki sem náðu ekki inn í leikina að styðja við Grindvíkinga með öðrum hætti," segir Kolbrún. Hægt að leggja söfnuninni beint lið á heimasíðu Rauða krossins. Þau fyrirtæki sem styrkja Grindavík með auglýsingakaupum á leikjunum eru Apótekarinn, Arion banki, Bónus, Brim, Brimborg, Góa, Hagi, Hagkaup, Jysk, Íslensk getspá, Kemi, KFC, Mjólkursamsalan, Olís, Orkan, Sjóvá og Vís. Frítt verður inn á leikina í Smáranum og búist við að Grindvíkingar fjölmenni og styðji sín lið. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Grindavík Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
„Það er á svona stundum sem íþróttir geta verið öflugt sameiningarafl fyrir samfélagið, í þessu tilviki íbúa Grindavíkur. Körfuboltinn hefur verið risastór hluti af tilveru Grindvíkinga um árabil og við vildum sjá til þess að þjóðin öll hafi tækifæri að gleðjast með þeim á þessum erfiðu tímum. Það var svo einhugur innan Sýnar um að vilja leggja Grindvíkingum lið með því að láta auglýsingatekjur vegna útsendingarinnar renna óskertar í söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna. Hugur okkar allra er með Grindvíkingum,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta á Stöð 2. Brugðust við kallinu Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, deildarstjóri auglýsingadeildar segir markaðinn hafa brugðist vel við hugmyndinni um að styðja Grindvíkinga með þessum hætti. „Við leituðum til birtingahúsa og fyrirtækja og fengum frábær viðbrögð. Grindvíkingar eru í virkilega erfiðri stöðu og fyrirtæki vilja leggja sitt af mörkum. Það komust færri að en vildu því fyrirvarinn var skammur og við hvetjum þau fyrirtæki sem náðu ekki inn í leikina að styðja við Grindvíkinga með öðrum hætti," segir Kolbrún. Hægt að leggja söfnuninni beint lið á heimasíðu Rauða krossins. Þau fyrirtæki sem styrkja Grindavík með auglýsingakaupum á leikjunum eru Apótekarinn, Arion banki, Bónus, Brim, Brimborg, Góa, Hagi, Hagkaup, Jysk, Íslensk getspá, Kemi, KFC, Mjólkursamsalan, Olís, Orkan, Sjóvá og Vís. Frítt verður inn á leikina í Smáranum og búist við að Grindvíkingar fjölmenni og styðji sín lið.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Grindavík Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira