Rúmlega eitt þúsund íbúðir eru í byggingu á Suðurlandi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2023 13:31 Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var með athyglisverðar tölur á fundinum á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rúmlega eitt þúsund byggingar eru í byggingu á Suðurlandi í dag og á næstu tveimur árum þarf að byggja um þúsund íbúðir í viðbót samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boðuðu til fundar í vikunni um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi í samstarfi við Byggðastofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Á fundinum var farið yfir stöðu á íbúðamarkaði á Suðurlandi, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða, bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni. Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var með tölur um fjölda bygginga á fundinum, sem eru í byggingu á Suðurlandi akkúrat í dag. „Þær eru rétt rúmlega þúsund íbúðir, sem við teljum núna byggingar á Suðurlandi. Ef við horfum á fimm ára tímabil þá hefur orðið gífurlegur vöxtur á Suðurlandi og á sama tíma er fólksfjölgun líka búin að vera gífurleg og fólksfjölgunin hefur núna undanfarið verið talsvert umfram spár jafnt á Suðurlandi eins og annars staðar á landinu,“ segir Elmar. Og á þessar glæru frá Elmari eru athyglisverðir punktar um stöðuna á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elmar segir að það þurfi að byggja meira á Suðurlandi. „Já, ef við horfum bara á fólksfjölgunina og spánna um íbúðaþörf þá virðist vera að við séum að ná þessu núna 2023 en það lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir næsta ár og þar næsta. Það þarf að viðhalda stöðugu framboði nýrra íbúða og halda áfram að byggja og hefja ný verkefni.“ Er það mjög mikilvægt? „Það er lykilinn að því að við höldum stöðugleika á íbúðamarkaði og komum með jafnt og þétt framboð þannig að það sé ekki það margir að berjast um hverja einustu íbúð. Já, þannig að stöðugleikinn er að halda jöfnu framboði nýrra íbúða,“ segir Elmar. En hvað með verðbólguna og háa vexti, hafi þessir þættir ekki mikið að segja? „Já, það hækkar allt saman en það sem vegur þyngst núna er vaxtarstigið og fjármagnskostnaður í byggingageiranum og vaxtarstigið varðandi afborganir á lánum.“ En þú ert bjartsýnn þrátt fyrir allt? „Maður verður að vera það, það þýðir ekkert annað,“ segir Elmar. Ein af glærunum frá Elmari.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira