Formaður Bændasamtaka Íslands áhyggjufullur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Gunnar Þorgeirsson staddur á ráðstefnunni á Selfossi, ásamt Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur, bónda og sveitarstjórnarmanni í Rangárþingi ytra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af því að einkafyrirtæki í landbúnaði nái hæfu og vel menntuðu starfsfólki landbúnaðarins yfir til sín því þau geti borgað hærri laun en opinberi geirinn. 10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira