Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 17:52 Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af American Academy of Sleep Medicine benda til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið melatónín til að bæta svefn. Notkunin hefur aukist svo mikið í Bandaríkjunum að í fyrra gaf American Academy of Sleep Medicine út viðvörun til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ráðfæra sig fyrst við lækni áður en börnum væri gefið melatónín. Sölutölur hérlendis hafa sýnt að sala á melatónín hafi færst í aukana. „Viðbótarmelatónín líkir eftir okkar náttúrulega melatóníni þannig að það gerir okkur syfjuð og hjálpar okkur að sofna fyrr en þetta er samt mjög umdeilt sem svefnlyf,“ segir Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur hjá Betri svefn en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að mikill skortur sé á langtímarannsóknum á áhrifum notkunar melatóníns til lengri tíma, sérstaklega meðal barna. Veistu hvort íslensk börn taki lyfið á kvöldin? „Já, það hefur færst mikið í aukana, við getum fylgst með tölum á því sem er skrifað út af læknum og við höfum séð það síðasta áratug að það hefur aukist um mörg hundruð prósent, útskriftir á melatónín til barna.“ Mikilvægt að uppræta vandann „Það sem mér finnst helsta áhyggjuefnið vera er að við gleymum að setja fókus á hver er orsök vandans. Af hverju sefur barnið illa?“ Orsakirnar geti verið vanlíðan, venjur eða lífstílstengdir þættir, eins og skjánotkun, neysluvenjur og sykurneysla. „Og meðan við erum að plástra einkennin með því að gefa lyf þá erum við ekki að vinna að því að uppræta vandann og uppskera þannig árangur til lengri tíma,“ segir Erla. Erla segir mikilvægt að líta eftir svefnmynstri barna og halda jafnvel skráningu yfir það. Fylgjast með daglegum einkennum. „Börn sýna allt önnur einkenni þess að vera vansvefta heldur en fullorðnir. Þau eru ekki endilega þreytt og orkulaus heldur er það frekar að vera eirðarlaus, pirruð einbeitingarskortur. Geta verið einkenni sem líkja eftir ADHD einkennum.“ Þá segir Erla mikilvægt að haft verði eftirlit með sölutölum á lyfinu nú þegar það er komið í lausasölu en erfitt verði að sjá hverjir komi til með að neyta þess. „En það er eitthvað sem mér finnst miður af því að þróunin hefur verið svo ofboðslega hröð hjá börnum í aukningu í notkun melatóníns og það er slæmt að geta ekki fylgst með því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Svefn Lyf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33 Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. 28. nóvember 2023 07:33
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. 30. maí 2023 15:12
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent